Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 44

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 44
um, stórhýsi Stalíns, daglegt líf og verkalýðsfélög. Inn í ritgerðir þessar blandar hann eigin hugleiðingum, stjórnmálalegum, heimspekilegum og sögulegum, og vitnar þess á milli í Marx, Engels, Lenín og Krustjoff, stundum svo, að erfitt er að vita, hvort það er einhver þeirra fjórmenn- inga eða höfundur sem talar. í höfuðgrein bókarinnar um sovézka ríkisvaldið rekur höfundur sögu ríkis- valds í Rússlandi allt frá því að Slav- ar komu fram á sjónarsvið sögunnar um það leyti er söguöld hófst á ís- landi fram yfir hið sögulega 20. flokks- þing rússneskra kommúnista. Þcgar árið 1920 kemur í ljós, að byltingin ein og útópíukenningar Marx, Engels og Leníns leysa ekki allan vanda. Skipulagið kallar á kerfi, kerfið á vald og aukið eftirlit. Mikið vandamál blasti við 9. flokksþinginu, sem var óstöðugleiki vinnuaflsins, og voru þá refsingar lögskipaðar fyrir að skipta um vinnustað, fangavinnubúðir. Stofn- uð var valdamikil eftirlitsnefnd mið- stjórnar, vísirinn að leyniþjónustu rík- isins. Voru þetta fæðingarhríðir hins unga ríkis á bernskuskeiði eða átti meira eftir að koma í kjölfarið? Óánægja almennings fór stöðugt vax- andi og brauzt út í Kronstadtuppreisn- inni, þar sem kjörorðið var: sovétvald án kommúnisma. En uppreisnin var miskunnarlaust brotin á bak aftur, og varð þar fyrst frægur Vorosíloff mar- skálkur. í apríl 1922 var nýr aðalrit- ari flokksins kjörinn — maður að nafni Jósef Stalín. Lenín, sem skömmu fyrir andlátið hafði varað samherja sína við Stalín, lézt í janúar 1924 án þess að sjá hug- sjónir sínar verða að veruleika, „auðn- aðist aldrei að sjá raunveruleg völd verkalýðsins í framkvæmd í landi sínu“, segir höfundur. Að Lenín látnum hófst Stalínstímabilið, sem stóð allt til andláts einvaldans 1953. Um valda- tökuna segir höfundur: „Að Lenín látnum tókst asíatískum villimanni, Jósef nokkrum Djúgasvíli, að rvðja sér braut til æðstu valda í Sovétríkj- unum“. En átti þetta tímabil eftir að vitna um hugsjónir Leníns? Varð það hlut- verk Stalíns að leiða þjóð sína inn á braut frelsis og framfara, menningar og mannlegrar virðingar, inn í sæluríki „sósíalismans“? Höfundur telur, að í hinum „asíatíska rudda“, Jósef Stalín, bafi bið „sovézka skriffinnskukerfi fundið þann foringja, er reiðubúinn var að leysa það undan afskiptasemi alþýðu og byltingarmanna“. Og hann rekur enn þróunina inn í „sæluríkið“. Ósjálfstæðir þjónar foringjans gegndu öllum mikilvægum stöðum, Koniin- tern var stofnað til að „beygja erlenda kommúnistaflokka til þjónustu við liags- muni hins sovézka valds“. 1927 beið hinn gamli bolsevíkki og alþjóðasinni, Trotsky, ósigur fyrir Stalín. „Asía sigraði Evrópu“, og að því loknu var hinn mikli foringi „reiðubúinn að láta til skarar skríða gegn þjóðfélaginu“. Skipun var gefin um að „króa alla bændur inni í samyrkjubúum“, og um útrýmingu allra kúlakka (stórbænda). Þeir sem mögluðu hélu „kúlakkar“ sjálfir fyrir vikið og voru tafarlaust handteknir. Á skömmum tíma voru 20—24 milljónir bænda sviptir öllum 40 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.