Félagsbréf - 01.09.1963, Page 45

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 45
eignum og annaðhvort teknir af lífi eða fluttir í nauðungarvinnu. Eftir að „alræði öreiganna“ liafði drottnað nokkra áratugi, þurfti sam- yrkjubóndinn enn að fá skriflegt leyfi hústjórans til að ferðast til næstu borgar. Ríkið sópaði uppskerunni til borganna, hændur fóru í kaupstað til að kaupa sér brauð og stóðu í biðröðum. Og rússneski bóndinn sagði: Rúkí otbíti — það eru höggnar af okkur bendurn- ar. 1928 bófust fyrstu „réttarhöldin“. Þá voru þekktir kolanámuverkfræðingar skotnir. Dómsorðið var: hópur burgeisa. 48 matvælasérfræðingar voru skotnir, bagfræðingar teknir af lífi. Maxiin Gorki var „óáreiðanlegt element“. Stalín lét yfirmann leynilögreglunnar, Jagoda, myrða hann á eitri. Síðan var Jagoda settur á sakamannabekk og skotinn. Þá sneri einvaldurinn sér að hernum. Þar stóðu hreinsanir í al- gleymingi og voru hinir frægustu hers- höfðingjar eins og Túkhaséfskí aflíf- aðir. Á eftir honum fóru þúsundir her- foringja. Á 17. flokksþinginu mættu 1961 fulltrúi. Af þeim lét Stalín drepa og fangelsa 1108. 1 miðstjórninni voru 139 manns. Af þeim voru 98 aflífaðir. Á tímabilinu 1933—1935 hurfu 500.000 stjórnar- og flokksstarfsmenn. Nú var svo komið að áliti höfundar, „að Sovétin, sem áttu að vera tæki í höndum verkalýðsins til lýðræðislegra stjórnarhátta, voru nú ekki annað en tæki alvaldans til að koma fram hug- myndum sínum. Kosningar urðu úr- eltar. Flokkurinn varð að hó])i halli- lújagaulara. Alger undirgefni var frumskilyrði til að lifa af. Allir óttuð- ust alla, því að enginn vissi, hver næst gat orðið fyrir barðinu á öfund, hatri og rógi, enginn gat reiknað út vilja hins Æðsta. Iíann varð að sýna vald sitt öðru hverju með því að láta myrða vini sína og vezíra“. Og þegar Arnór Hannibalssoft af- lienti tímaritinu „Rétti“ fyrstu gerð þessarar greinar, var henni hafnað af ritstjóranum (Einari Olgeirssyni) með þeim orðum að hún „væri ekki aktúel“. Hið mikla goð stóð á stallinum hér heima, þó að annars staðar væri það fallið. Athyglisverð er hér frásögn höfund- ar af viðbrögðum íslenzkra „sósíalista“ hér heima þegar einn úr þeirra liópi hefur umræður um ástandið í Sovét- ríkjunum. Höfundi er mætt með þögn- inni einni. I þessu sambandi er vert að spyrja hvort eitthvað hafi komið fram, sem gefi það til kynna, að höf- undur fari að einhverju leyti með rangt mál, lýsingar hans séu ekki réttar. lír því verður að sjálfsögðu ekki skorið af þeim sem ekki liafa kynnzt ástand- inu af eigin raun, en vert er að minna á, að ein helzta heimild höfundar er sjálfur Nikita Krustjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Þögn íslenzkra „sósíalista“ verður því enn torskildari. Höfundur er að vonum hitur og segir í formála bókarinnar, að kjörorð hinna íslenzku sósíalistaforingja sé blekk- ing, en ekki þekking, staðreyndirnar komi illa heima við paradísartrú þeirra. Hér hefur einkum verið rakinn einn þáttur bókarinnar. Rúmsins vegna verða aðrir kaflar vart raktir, svo að nokkru nemi, enda talar bókin sjálf skýrustu máli. FÉLAGSBRÉF 41

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.