Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 53

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 53
kalla þetta aevintýri, þar sem höfundur gefur rómantísku hugarflugi og ímynd- unarafli lausan tauminn. Þættirnir eiga lítið skylt við þá sálfræði og raun- sæi sem mest setja mark á nútímabók- menntir, höfundi er mest í mun að segja fallega sögu á fallegan hátt. Sum- ir þættirnir nálgast það að hafa á sér þjóðsagnasnið og stíllinn er ljóðrænni og safarikari en við eigum að venjasl af nútímahöfundum sem rita laust mál. Björn Blöndal segir frá mönnum og dýrum. Mannamyndirnar eru allar ein- faldar að gerð, skýrar og ljósar og höf- undur er blessunarlega laus við alla „móderne“ síkólógíu. Dýrin gegna jafnmiklu hlutverki og mennirnir og oft raunar aðalhlutverki. Ekki þori ég að fullyrða að lýsingar á dýrum í þessari bók standist vísindalega við- bragðsfræði enda mun það hreint ekki ætlun höfundar, þau eru fremur í ætt við málleysingja þjóðsögunnar og ævintýrisins, verða oft allt að því mennsk. Ást höfundar á dýrunum leyn- ir sér ekki, hann gæðir þau lífi og blóði frá sjálfum sér. Honum er einnig mjög sýnt um að gæða jörðina og nátt- úruöflin sérstæðu seiðmagni sem fang- ar hug lesandans, læki og mosató, sviptibylji og skýjafar. Fátt er hvers- dagslegt í þáttum Björns, margt er þar af dularfullum uppruna og sveipað kynlegum ljóma annars heims. Örlögin aru sífellt vakandi, válegir fyrirboðar skjóta upp kollinum, lögmál ævintýr- isins ríkir. Björn skrifar hreinan og tæran stíl sem er borinn uppi af næmri málkennd og frjóu orðfæri, jafnframt gætir hann ítrustu nærfærni og smekkvísin bregst varla. Honum tekst að gera hugarsýnir sjálfs sín furðulega nærtækar og jarð- neskar. Það er fengur að bók eins og Lund- inum helga og ég efast ekki um að hver sem les hana verði ríkari eftir. Höfundur leitar á slóðir sem fáir eða engir rithöfundar íslenzkir hafa áður troðið. Meðan starfsbræður hans þreyta virðingarverða glímu við að kryfja nú- tímann til mergjar, lýsa aldarandanum og ráða gátur lífs og dauða, bylta um þjóðfélaginu og leysa mannssálina upp í frumparta, þá gengur Björn Blöndal út í grænan haga, leikur einn á hjarð- pípu sína og seiðir fram kynjaverur úr heimi draums og ævintýris. Jökull Jakobsson. PlÚS X og space-buddies Halldór Laxness: De islandske Sagaer og dre Essays. I udvalg ved Erik Sö.iil'-r- holm. Gyldendal 1963. I þessu bókarkorni er úrval, eða öllu heldur sýnishorn, úr ritgerðum Hall- dórs Laxness, ætlað dönskum lesend- um; og seilist útgefandi að vonum til FÉI.AGSBRÉF 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.