Félagsbréf - 01.09.1963, Page 56

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 56
tízku; og í þann strenginn er enn tekið í nýrri grein um skáldsögu og leikhús. (Personlige notater, sem áður var nefnd.) Hin „epíska aðferð“ virðist að hans viti einkum bundin fyrirmynd ís- lenzkra sagnamanna á 13du öld: engir höfundar hafa síðan náð lengra, hvorki sagnaritarar né skáldsagnahöfundar, segir hér. Skoðun sem þessi hefur að vísu sárlega takmarkað innihald; það má ljóst vera ef maður spyr sjálfan sig t.d. hvert sé „mest“ skáldverk Ódysseifskviða, Njáls saga, Don Qui- jote, Karamazov-bræðurnir, Der Zaub- erberg, Ulysses svo nokkur dæmi séu nefnd af handahófi. Niðurstaðan verður varla annað en tilfinningamál, og slík kunna að vera fróðleg um höfund sinn þó þau hafi ekki annað gildi. Og það kemur raunar á daginn síðar í greininni, sem fyrr var vitað, að Laxness telur sér hollt að hvílast stundarkorn frá skáldsagnagerð ef sér mætti auðnast að skyggna listform þetta úr nokkurri fjarlægð; þá stund notar hann m.a. til leikritagerðar sem kunnugt er. Samfara hlutlægniskröfunni fer kraf an um hreinleik listaverksins, það er óháður og sjálfbjarga heimur, hvílir í sjálfu sér óflekkað af kenningu og boðskap: „Romanforfatteren, som af hjerte er historieskriver og af pro- fession fabulist, er ikke primært interesseret i Sandheden, der for ham er et metafysisk begreb med fra- stödende absolutistisk-monopolistiske implikationer. ... Han er kun inter- esseret i fakta.“ Hinni epísku aðferð fylgir vandinn um stöðu sögumanns- ins sjálfs í verkinu sem hver skáld- sagnahöfundur hlýtur að leita ein- hverrar lausnar: hverja réttmæta fót- festu á þessi aðkomugestur (sem Laxness kallar stutt og laggott Plús X) í heimi hins hreina, hlutlæga, alein- angraða listaverks? Þessi vandi virðist mjög misbrýnn ólíkum höfundum; og að vonum er hann tilfinnanlegastur höfundum með útsmogið persónulegt stílfar eins og Laxness sjálfur. Rödd þeirra er ævinlega merkjanleg til hlið- ar og á bak við persónurnar og „sjálfa söguna“ í þröngri merkingu. (Hann virðist einnig telja Plús X gera sig heimakominn við Snorra Sturluson; öðruvísi verða varla skilin ummæli hans um „óbrigðulan hæðnis- tón undirniðri“ sem eitt helzta stíl- einkenni Snorra). Og sé hlutlægnis- og hreinleikakrafan sett á oddinn og öllum tilraunum til að sætta þessi skaut sagnalistar (hlutgerving sögunn- ar fyrir hreinræktun sjálfs hins and- læga frásagnarháttar t.d.) vísað á bug sem tilberaverki handa space-buddies, má vel komast að þeirri niðurstöðu að sjálf hlutlægnisviðleitnin leiði í rauninni til skefjalausrar andlægni í skáldskap: hinn epíski sögumaður sé sí og æ að tala um sjálfan sig. Þannig virðist epísk stílhugsjón Laxness hafa leitt hann í einhvers konar hlindgötu um sinn; leikritagerð hans verður varla séð sem tilraun til að leysa þennan vanda heldur flótti frá honum. Um hitt má spyrja hversu flóttinn tekst. — Mörg þau villuljós sem trufla skáldsagnahöfundinn hverfa af sjálfsdáðum í leikritun, segir hér í greininni. Plús X er horfinn eins og dögg fyrir sólu, en áhorfendur komnir 52 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.