Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 23

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 23
liggjandi, og metið stöðuna eldsnöggt: Þið komið of seint. Partíið er búið. Nei, ég þarf ekki partí. Það vantar sjúkrabíl. Viltu hringja. Ertu meidd, spurði konan. Kondu þá innfyrir þó allir séu farnir. Nei, ég er ekki meidd, það er hann. Hvar er hann meiddur? Hann gæti verið frosinn. Er hann kannski dáinn? Ég held ekki. Ef hann er dáinn er lógískara að hringja á lögregluna. Ég veit ekki hvað hann er. Byrjaðu á því að hringja á sjúkrabfl. Það liggur á. Krakkarnir tveir voru komnir alveg upp að tröppunum. Þau höfðu kveikt á nýjum stjömuljósum, mjög löngum, og það hrukku úr þeim neistar yfir manninn. Fariði heim krakkar mínir, sagði ég, þetta er ekkert fyrir ykkur. Þau gegndu því og tóku stefnu á húsið við hliðina. Við þorðum ekki að hrófla við manninum af ótta við að hann væri með áverka. Konan sótti Alafossteppi sem hún breiddi yfir manninn. Það var í sauðalitunum með landvætti skjaldarmerkisins fyrir munstur. Það var skrýtið að sjá manninn svona útafliggjandi með teppi yfir hausnum. AFVELTA TRÖPPUDR AU GUR á nýársnótt. Konan fór í pels og vönduð leðurstígvél með háum hælum og við stóðum yfír manninum og biðum eftir sjúkrabílnum. Tveggja manna lrkvaka, utandyra í frosti. Það vantaði ekkert annað en að klukkumar í Háteigs- kirkju hringdu. Það læddust að mér gamlar sögur um lík sem voru staursett til vors og ég vonaði að frosni maðurinn væri á lífi af því hann var ungur og fallegur þegar búið var að þurrka snjóinn framan úr honum og átti kannski konu og barn. Þeir spurðu mig hvort ég ætlaði með honum og ég var komin á 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.