Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Qupperneq 49

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Qupperneq 49
„Nei, þakka þér fyrir,“ segi ég. „Ég þyrfti eiginlega að komast upp á Skólavörðustíg." „Ég hafði ekki sagt þér frá bjórflöskunum mínum, var það nokkuð?" „Nei.“ „Ég á tuttugu og fjórar bjórflöskur heima. Þær standa í beinni röð á hillunni fyrir ofan rúmið mitt.“ „Hvað segirðu? Og bjór í þeim?“ „Ekki lengur. Bróðir hennar mömmu sem býr í Borgarnesi færði okkur einu sinni kassa af bjór. Tuborg bjór, það er danskur bjór. Og mamma og ég drukkum úr þeim daginn eftir og svo raðaði ég þeim upp á hilluna mína fyrir ofan rúmið. Það er svo fallegur miðinn utan á flöskunum, þar sem stendur Tuborg.“ Ég útskýri fyrir Erlingi að núna liggi leið okkar framhjá Skóla- vörðustígnum og upp Laugaveginn sem tekur við af Bankastrætinu, því barinn sem ég ætla að sýna honum er í götu sem liggur í gegnum Laugaveginn aðeins ofar. Hann biður mig að staldra við þegar við komum að glugga hann- yrðaverslunar og bendir á útsaumaða vegg- mynd af hundi og ketti. „Eitthvað þessu líkt átti ég að kaupa á írlandi fyrir mömmu. Hún hefur ábyggilega ekki gert sér grein fyrir að svona mætti fá hér í Reykjavík.“ „Það fæst nú svo margt héma í Reykjavík," segi ég og bendi honum á að halda áfram. Svo sýni ég honum myndir af hráum fiskréttum í glugga austurlensks veitingastaðar. „Þetta er eins og þeir éta í Japan,“ segir hann. „En ég verð að leggja á minnið þessa búð sem er með veggteppið. Það er aldrei að vita nema ég kíki þarna inn einhvern daginn.“ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.