Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 47

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 47
„Annars læt ég þetta nú koma svona af sjálfu sér,“ heldur hann áfram. „Bæti svona við frá eigin brjósti um það sem ekki var minnst á í bókinni." Ég bíð þolinmóður meðan hann bætir hinni nýju lífsreynslu sinni aftan við lýsingamar á höfuðstaðnum og ákveð að nota tímann til að gera upp veitingarnar. Ég bið Erling um hundrað krónur fyrir kaffinu. „En ég borga fyrir okkur báða,“ segir hann og lítur upp frá skriftunum. „Hundrað krónur hljóta að vera nóg,“ segi ég, þó svo ég viti að tveir kaffibollar kosti á að giska þrefalt það. „Þú lætur mig vita ef það vantar meira,“ segir hann, en er svo niðursokkinn í bréfíð að hann gleymir að láta mig hafa peningana. Ég geng upp að afgreiðsluborðinu og þarf að bíða smástund. Ég sé að Erlingur geysist áfram í skrifunum. * Við göngum sem leið liggur niður Skólavörðustíginn og Bankastrætið og þegar við komum niður í Austurstræti fer Erlingur að horfa athugandi í kringum sig, eins og hann kannist við sig á þessum slóðum. Þegar við komum að pósthúsinu býðst ég til að póstleggja bréfið fyrir hann; á meðan geti hann virt fyrir sér fólkið í Austurstrætinu. Það eru fáir inni í póstafgreiðslunni svo ég þarf ekki að bíða lengi. En þegar ég kem út aftur er enginn Erlingur sjáanlegur. Ég horfi vel í kringum mig og velti fyrir mér á meðan hvort ef til vill sé kominn tími til að láta hann eftir öðrum hjálpsömum vegfaranda. Mér finnst þó ekki rétt að skilja hann eftir, 45

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.