Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 22

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 22
slökkva ljós í flestum gluggum blokkarinnar. Jafnvel manninum undir staurnum hnykkti við og hann hrópaði: Því gerirðu þetta, Snorri? Flugeldasýning fjaraði út í rakettu sem lufsaðist lárétt út af svölunum og hneig í kraftlausum boga til jarðar með vægu ýli við kjallaraglugga, og um leið kviknuðu ljós í mörgum gluggum á dreif um blokkina. * * * Við hús ofarlega á Háteigsvegi stóðu tvö börn, strákur og stelpa, sem gátu varla verið meira en átta ára gömul. Þau sveifluðu stjömuljósum í hringi og ég hugsaði með mér að það væru allir brennivínsdauðir heima hjá þeim og þau gætu verið úti til hádegis á nýársdag eða lengur þess vegna. Þegar ég gekk hjá sagði stelpan við mig: Sjáðu manninn. Mannsmyndin sem sat á tröppunum og hallaði sér að handriðinu var að breytast í snjókarl og leit svo eðlilega út sem slíkur að það var ekki von ég tæki eftir sérstaklega honum. Ég gekk nær og mér sýndist þessi hvíta þúst vera ungur maður. Hann hlaut að hafa setið þó nokkra stund því hann var alsnjóa. Ég gekk upp tröpp- umar og sá að augnhárin á honum glitruðu hvít. Vaknaðu, sagði ég og kom við öxlina. Hann vaknaði ekki. Ég tók af mér lopavettlinginn og snerti vangann. Hann var ískaldur. En maðurinn var ekki dáinn, hann andaði. Ég reyndi að hrista hann, en hann rótaði sér ekki. Ég reyndi að hrista hann meira í úrræðaleysi en við það féll hann á hliðina og lá þar með hnén hornrétt í egypskum stíl og gat hafa meitt sig á höfði þegar hann hlunkaðist útaf. Ég hringdi fjórum dyrabjöllum í ofboði. Ung kona á glitkjól úr teygjuefni kom til dyra. Hún var berfætt í mjög hælaháum skóm. Áður en ég sagði nokkuð hafði hún stungið hausnum út um dyragættina, horft á mig og af mér á manninn sem sat 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.