Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 56

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 56
Einn morgun fyrir nokkrum árum þegar ég var að lesa kaffið mitt og borða mogg- ann minn rakst ég á nokkrar lærðar greinargerðir um Ráð- húsið nýja í tjörninni og hripaði niður nokkra frasa sem mér þóttu vitna um hversu erfitt er að tjá sig gáfulega um listir á íslenska tungu. Ég man að gleymt Ijóð Tómasar fór að óma í hausnum á mér á meðan ég var að lesa um „upplausn ásamt skörun í grunnmynd“ og „tengsl vatns og rýmis“ sem sé „bein myndlíking við grundvöll lífs okkar sem byggjum þetta hrjóstruga land“, og „nýtt torgrými“ og „skynræni hönnuða" sem njóti sín einkar vel í „túlkun á byggingarhlutum þar sem vatnið er hluti af upp- byggingunni“: Já mönnum finnst það skrýtið, sem þeir ekki skilja. Hver skilur öll þessi hús sem í röðum liggja? Hver skilur lífíð og allar þess óbyggðu lóðir? Og af hverju er verið að byggja? Skyndilega fengu allar þessar hálfvitalegu spurningar Tómasar aukna dýpt: Hver skilur öll þessi hús? Ég komst að raun um að ég skil ekki ráðhúsið - ég komst að raun um að mér var ætlað að skilja ráð- húsið: mér var ætlað að lesa hús á einhvem allt annan hátt en Þór- bergur og Guðjón Friðriksson og „túlkun á byggingarhlutum“ kom í stað þess að hlusta eftir niði aldanna. Kannski lifum við á póst-art tfmum. Kannski tókst reiknings- hausunum loksins að ganga af listinni dauðri sem þeir hötuðu svo mjög - kannski lifum við nú þá tíma þegar öll listræn starfsemi snýst um að draga dár að list, sem er auðvelt því einlæg list er svolítið kjánaleg og listamaðurinn er einfeldningur sem vekur okkur vorkunn- látt bros því „hann er nú alltaf svo sérstakur“ meðan hinn raun- verulegi sess hans er nú skipaður af Túlkandanum, prestinum sem 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.