Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Qupperneq 45

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Qupperneq 45
en að séu þéttskrifuð báðum megin. Út úr umslaginu birtist líka nótan frá Herradeild Andrésar. Erlingur lítur til mín brosandi og sléttir úr bréfsefninu. „Ég verð að segja henni frá þér. Og fangelsinu.“ „Segðu henni bara að ég sé í fangelsi, þá spararðu þér pappír.“ Hann horfir á mig undrandi en gerir sér svo grein fyrir að ég hef verið að grínast, og brosir. „Að þú sért í fangelsi, já.“ „Já, er það ekki bara?“ Hann byrjar að skrifa aftan við það sem hann hafði skrifað í rútunni. Ég fylgist með einbeitingunni í andliti hans og get ekki annað en dáðst að því hve rnjór penninn leikur létt í risavöxnum höndum hans. „En hvernig gastu lýst Reykjavík fyrir mömmu þinni fyrst þú varst ekki einu sinni kominn hingað?“ spyr ég. „Já, það er kannski ekki skrýtið að þú spyrjir,“ segir hann og lítur upp frá bréfinu. „En pabbi átti bók með myndum frá Reykjavík og eftir að hann skildi við, hef ég verið að glugga í hana af og til. Svo festast þessar myndir í huganum, hvort sem manni líkar betur eða verr. Ég sé núna að margt er öðruvísi en ég hélt en það er nú kannski bara vegna þess að myndirnar í bókinni eru svarthvítar. Þeir sem settu saman bókina hafa heldur ekki hirt um að hafa skýjakljúfinn með.“ „Hvaða skýjakljúf?“ „Þennan fyrir aftan styttuna.“ „Styttuna?“ „Af víkingnum með sverðið.“ „Já, Hallgrímsturn." „Heitir hann Hallgrímur?" „Nei, gæinn á stallinum, það er Leifur heppni.“ „Nú, er þetta hann? Leifur heppni? Ég hef lesið um hann.“ „Ef þú hefur lesið eitthvað um Ameríku, þá hlýturðu að hafa lesið um hann. En þetta er nú eiginlega ekki skýjakljúfur þarna fyrir aftan hann, það er bara kirkja. Hallgrímskirkja.“ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.