Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 24

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 24
fremsta hlunn með að drífa mig með manninum upp á slysadeild en svo fannst mér það nánast framhleypni og hætti við. Ég hraðaði mér það sem eftir var leiðarinnar heim á Bollagötu. Mér fannst eins og ég hefði orðið fyrir töf, að ég þyrfti að flýta mér. Að Edda þyrfti á mér að halda. Þessi nagandi tilfinning að ég þyrfti að vera á staðnum, þótt það væri undir hælinn lagt hvort barnið mitt kæmi heim eftir klukkutíma eða ekki fyrr en eftir þrjá sólarhringa. Flókagata var útbíuð leifum hátíðahaldanna, sviðnir hólkstubbar stóðu upp úr snjónum, á gangstéttum og í húsgörðum, útbrunnir stjömuljósateinar á grindverkum, svartar og sviðnar flöskur sem flugeldum hafði verið skotið úr, flöskur undan svartadauða, kampavíni, séniver, bjór. Og þama fengju þessi verksummerki að eiga sig þangað til í vor, þegar jörð færi að grænka, ekki fyrr en í maí, að framtakssamir einstaklingar og vinnuflokkar unglinga færu á stjá að tína saman rotnandi leifar gamlárskvölds og nýársnætur. Framan við hús gegnt Kjarvals- stöðum var fólk að kyssast. Mér þótti eitthvað dularfullt við parið, stalst til að góna og sá að þetta voru tvær konur, önnur burstaklippt. EINU SINNI Á NÝÁRSNÓTT VORU TVÆR LESBÍUR Á FLÓKAGÖTU OG KYSSTUST ÚTI MEÐAN LÆKNAR ÞÝDDU FREÐINN MANN SEM LÁGVAXINN SJÚKRALIÐI HAFÐI FUNDIÐ Á FÖRNUM VEGI Á TRÖPPUM VIÐ HÁTEIGSVEG. Mér hafði dottið í hug að pmfa konu en þótti það of mikið fyrirtæki og kannski viss vanvirðing við karlkynið sem ég hafði ekki 22

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.