Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 51
„Sagðirðu mömmu þinni þetta? í alvöru?“
„Já já. Ég vona að þér sé sama, ég sagði ekkert hver þú værir. En
mér fannst það svolítið skondið þegar þú sagðir: „Segðu henni að ég
sé í fangelsi.“ Ég hafði hugsað mér að í bréfinu frá Irlandi myndi ég
segja henni að ég hefði verið að gabba. Eins og það væri fyrsti apríl.
Mamma gabbar mig nefnilega alltaf fyrsta apríl.“
„Þú ert nú meiri kallinn,“ segi ég, og tek í hönd hans til að kveðja.
„Ég vona að þú hafir það gott á írlandi. Varstu kominn með
farseðilinn?"
„Já já, þeir sendu mér hann vestur.“
„Og þú bjargar þér, er það ekki?“
„Já já. Ég er farinn að læra á þetta.“
„Þú bjargar þér. Við sjáumst örugglega
aftur einhvem tíma.“
„Þakka þér kærlega fyrir, Erlingur. Þú ert
viss um að þú viljir ekki bjórinn?“
„Já nei, þakka þér fyrir, ég verð að drífa
mig núna.“
„Það er aldrei að vita nema þeir bjóði upp á
Tuborg.“
„Nei, þakka þér fyrir, ég verð að flýta mér. Ég læt þig bara hafa
adressuna mína, það væri gaman ef þú sendir mér kannski póstkort
frá írlandi.“
„Adressuna?"
„Heimilisfangið.“
„Já já. Adressuna. En þú sendir bréfið til hennar mömmu, var það
ekki?“
„Jú jú. Ég setti meira að segja frímerkið á það sjálfur.“
„Sjálfur?"
„Það kemst til skila, hafðu ekki áhyggjur af því.“
„Það er gott. En ég lofa að senda þér póstkort. Ég hefði reyndar átt
að kaupa eitt af þessum póstkortum sem ég sá þarna áðan, það voru
svo fínar myndir af kindum á þeim.“
49