Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 44

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 44
aldrei áður fengið happdrættismiða sendan. Hann kom héðan, að sunnan.“ „Það var gaman.“ „Já. En það var erfitt.“ „Var það erfitt?“ „Mamma var ekki viss um hvort þetta boðaði lukku eða eitthvað annað. Hún sagðist ekki vera sannfærð, hún hélt að það væri kannski verið að gantast með okkur.“ „En var það nokkuð?“ „Nei nei. Hún er bara svo tortryggin á ailt svona lagað eftir að hún fékk bréfið frá bókaforleggjandanum.“ „En var þetta ekki allt í fínu lagi?“ „Jú jú, þetta var eins og þar stóð. Ferð til írlands með farþegavél.“ Erlingur fær sér hressilega af kaffinu og stynur af vellíðan. Aftur er horft á okkur úr básunum. Hann dregur lítið flugpóstsumslag upp úr innri jakkavasanum og leggur það á borðið. „Mömmu þína hefur ekkert langað til að fara með?“ spyr ég og færi kaffibollann nær borðbrúninni mín megin til að eiga síður á hættu að sulla yfir umslagið. „Nei nei. Mamma er ekki mikið fyrir ferðalög. Hún segir að það sé ekki sinn stíll að ferðast. Aftur á móti fannst henni rangt að nota ekki þennan vinning vegna þess að við borguðum fyrir miðann. Ég held hann hafi kostað fimm eða sexhundruð krónur. Maður kastar ekki svoleiðis upphæð á glæ, sagði hún. Mér finnst það líka alveg rétt hjá henni. Peningar eru peningar, eins og pabbi var vanur að segja.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segi ég. „En nú þurfum við að fara, er það ekki? Ég vil ekki tefja þig meira en komið er.“ Ég lít á klukkuna og kinka kolli. „En ætlaðirðu ekki bæta einhverju við bréfið?" spyr ég. „Jú, það er rétt hjá þér,“ segir hann. Hann rífur upp umslagið sem hann hafði límt aftur og tekur út úr því þykkan bunka af línustrikuðum blöðum sem ég get ekki betur séð 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.