Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 60

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 60
misboðið. Báðir hópar líta á braggaformið sem syndugt form og lítilsiglt - það minnir á hið lága, dregur fram það úr sögu Reykjavíkur sem borgarbúar fyrirverða sig fyrir: sníkjulífið kringum herinn. Og mannlífið þar næstu áratugi á eftir. Gólfkuldinn, fátæktin, hungrið, rotturnar, fylleríin, allur hryllingurinn - allt þetta kviknar fyrir hug- skotssjónum gamalla Reykvíkinga og því eiga þeir erfitt með að sætta sig við þetta hús. Fram eftir öldinni var venjan að sækja form og tákngildi stórbygginga í Reykjavík til náttúrunnar. Meðan Guðjón Samúelsson ríkti hér voru reistar álfaborg- ir, klettabelti og stuðlaberg, bent út á land þar sem fólk ynni raunverulega vinnu í alvöru íslensku veðri og talaði rétta ís- lensku og byggi í réttformuðum húsum; og enn hefur íslendingurinn þá hugmynd um fallegt hús að það hermi lögun fjalls, eins og burstabærinn gerði svo fagurlega. Því skarpara sem formið er því þjóðlegra er það, hraustlegra og þolbetra; það er prjállaust og hvasst eins og íslenska stak- an. Ráðhúsið er hins vegar myndað af tveimur rómönskum bogum. Hinar ávölu línur hans vísa suður til landa, í munúð, þróttleysi, vellyst, það sem Bjarni Thor kallaði læpuskaps ódyggðir; það er eitt- hvað nautnalegt við slíkt form, þig langar að strjúka það. Konnóta- sjónir braggaformsins er borgarlíf, bjórdrykkja, innflutningur land- búnaðarvara. Ráðhúsið er fyrsta reykvíska stórbyggingin - Perlan og Kringlan kynni einhver að segja, en Perlan er bara flokkskirkja án guðs, vígð af flokksprestinum úr Viðey; Kringlan er bara skrípó. En ráðhúsið er vitnisburður um að lýðveldið sé að komast á nýtt stig. Með ráðhúsinu er beinlínis sagt: Fagra veröld! Það var allt í lagi með braggana, þeir 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.