Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 35

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 35
 Innan í þungri Sundhöllinni lærði ég síðan að taka fyrstu sundtökin. Og síðar að kafa alveg til botns. Og koma upp aftur. Sundkennarinn sagði stundarhátt í einum tímanum að þarna inni væru Vottar Jehóva skírðir til trúarinnar vissa sunnudaga. Þetta varð til þess að ég bjóst oftast við að sjá hvítar dúfur flögra um þegar ég kom aftur upp eftir dýfingarnar. í staðinn flögruðu þær aðeins innan í höfðinu. Hinum megin við götuna var Heilsuvemdarstöðin. Hún var eins á litinn og þegar maður roðnar. Þar voru teknar myndir af lungunum í mér. Þau voru alltaf að leita að berklum hjá minni kynslóð. Þá sá ég að það bjó meira undir húðinni en blóð og bein. Líka dimmblár litur. Og hvítar skærar línur. Þama inni var hyldjúpur heimur. Sem var greinilega skipulagður fram í fingurgóma. En samt svona örþunnur á hálfgegnsærri filmunni. Líkt og ég sá þegar ég horfði upp í gufuhvolfið af óupplýstu Holtinu. Hreyfingar himintunglanna. Hjúkrunarkonan vildi samt aldrei gefa mér eintak af svona röntgenmynd. Hvað þá selja mér hana. Þess vegna varð ég að láta mér nægja vetrarhimininn. Hallgrímskirkjutum var falinn á bakvið upp- sláttarmót og vinnupalla allan tíinann. Spelk- ur. Innan undir þeim var mér kennt að trúa á 33

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.