Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 33

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 33
Samt var veðrið yfirleitt eins og ég vildi hafa það. Þetta voru stór hús. Risu eins og hamraborgir í yfirstærðum yfir hausamótunum á mér. Og örugglega hinum bömunum líka. Þegar ég hugsa um það núna er eins og þau séu að steypast yfir mig. Líkt og talað er um heimsenda í mörgum trúarritum. Og maður hefur séð í hamfaramyndum í beinni útsendingu. Ég var líka dökkhærður og með brún augu. Mig dreymdi þá líka stundum að ég hefði verið gyðinga- barn í fyrra lífi. Og endaði þannig lífið undir þurri sturtu. Það var þess vegna sem mér líður svo vel í rigningu. Er feginn þegar vatnið loksins kemur. Byggingarnar voru margar þaktar skeljasandi. Líkt og þær hefðu upphaflega verið reistar á hafsbotni. Samt var engin fískilykt á göngunum. Miklu frekar hreingemingarlögur. Sem einkennir yfirleitt opinberar stofnanir. En bónið lét gólfin glampa. A vissum augnablikum dagsins voru þau endalaus og gegnsæ. Þá gengum við ósjálfrátt hægar um þau. Jafnhægt og Jesú gerði í sunnudagaskólanum. Á leiðinni yfir vatnið. En ef að ég leyfði mér að halla mér upp að utanverðum veggjunum vissi ég um leið að það væri ekki þægilegt. Áferð þeirra var hrjóstrug. Eins og hugmyndin að baki þeim. Samt er handarbakið hrjúfara en lófinn og tungan mýkri en varirnar. Ef út í það er farið. I kringum Austurbæjarskólann var hvergi staður eða skjól til að fela sig eða þá hluta sálarinnar sem þoldu ekki íslenskt veðurfar. Allt var flóðlýst. Þó að byggingin sjálf væri frekar dimm. En inni í henni tókum við mikið út af þroskanum. Hér hljóp ég yfir bekk. Þarna lærði ég að fara heljarstökk. Þegar við vorum send í ljós voru sett svargræn gleraugu með 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.