Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 68

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 68
3 ... víst skaltu öllum veraldarsorgum... Þetta gengur aldrei. Ég sagði henni það. Mér finnst gott það sem hún gerir en ég þarf karlmenn. Þó að hún hefði rétt fyrir sér, með að þeir komi bara illa fram við mann. En ég bjó nú einu sinni með strák, og það var mjög fínt, nema að hann var einum of viðkvæmur. Þegar við vorum lögst í rúmið á kvöldin tók ég stundum eftir að hann fór að titra og skjálfa af ekka sem hann bældi niður í sér. Stundum strauk ég kinnina á honum til að gá hvort hún væri ekki örugglega vot, en þá fór hann kannski að gráta upphátt og það var svo hljóðbært þarna í íbúðinni á Bergstaðastrætinu og hjónin hinum megin við vegginn voru svo forvitin eða svo miklir perrar að ég heyrði stundum glamra í glösunum sem þau lögðu við vegginn þegar við vorum að bjástra með okkar einkamál. Það versta var að ég var sjálf eitthvað klökk á þessu tímabili og sum kvöldin gengu út á að gá hvort hitt væri með skýjuð augu. Við sáumst varla á daginn, hann vann einsog skepna á einum stað og ég á öðrum. Við tókum bæði á okkur sökina á að hinu liði illa. Þetta er nú öll slæma framkoman sem ég hef þurft að þola um dagana. Önnur sambönd hafa verið í fínu lagi, þannig séð, og það hefur oft munað litlu að ég og einhverjir gæjar slægjum til og færum að búa, stundum hef ég verið tilbúin en þeir ekki alveg, eða öfugt. Alla vega þarf ég karlmenn. Fyrst hélt ég að hún væri strákur, það er hallærislegt að segja þetta var á frekar dimmum bar, og eftir að við vorum farnar að gjóa hvor á aðra kunni ég ekki við að draga í land þó ég sæi fljótlega hvers kyns var, eða hvors kyns hún var. Svo fékk bölvuð forvitnin í mér mig til að halda þessu áfram og við enduðum heima hjá mér. Það var gott. En þó ég hafi gert við hana það sama og hún gerði við mig þá var það frekar af kurteisi en af því mig hafi langað til þess. Og hún 66

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.