Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 39

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 39
Bragi Ólafsson írlandsferðin „Fyrirgefðu. En getur þú sagt mér hvernig ég kemst á pósthúsið?“ Sá sem ávarpar mig er maður um fertugt, hávaxinn, dökkhærður og með nef svo skörulegt og hátt að allt andlitið virkar sem undirlendi út frá þessu bjargi sem stendur út úr því miðju. Hann er nýkominn út úr Herradeild Andrésar á Skólavörðustígnum og ég tek eftir að hann er með óvenju stórar og kraftalegar hendur. Ég á erindi í sömu búð, er um það bil að fara að ganga þar inn, en ákveð um leið og maðurinn spyr mig til vegar að láta erindið bíða; ég geti hæglega fylgt honum niður í Austurstræti og gengið síðan sömu leið til baka. „Ég get sagt þér það,“ segi ég. „Þakka þér fyrir. Það er ekkert áhlaupaverk að rata hér um slóðir, sýnist mér.“ „Það getur verið flókið,“ segi ég. Ég tek eftir að hann er í nýjum fötum frá Andrési og veiti því sérstaka athygli hvað þau fara honum vel: dökkgrænn tvíhnepptur bómullarjakki, Ijósgul skyrta með svörtum tölum og gráar terlínbuxur. Skómir em þó ekki nýir; slitnir íþróttaskór, ekki af neinni ákveðinni tegund. Ég gef honum bendingu um að fylgja mér. Hann virðist ekki skilja bend- inguna og verður svolítið umkomulaus á svipinn, eins og hann haldi að ég sé hættur við að hjálpa honum. „Fylgdu mér bara,“ segi ég. Við það glaðnar yfir honum og hann lætur mig ekki bíða eftir sér. 37

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.