Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 62
Jón Hallur Stefánsson
Kort til Önnu
Kortið er jafnhliða ferhyrningur, um tíu sentimetrar á kant, fríhendis
klippt með skærum úr stærri örk, sennilega áður en vatnslitamyndin
var máluð á pappírinn. Ég fann það óskemmt á votri stétt við Spítala-
stíg á Jónsmessunótt.
Katrín hafði boðið mér í mat, og það var erfitt að fara frá henni í
svarta kjólnum sínum, hún var svo mjúk í fanginu á mér þegar ég
kvaddi hana, kviðurinn á mér og henni
svo heitur að við hefðum ekki þurft að
orða löngun okkar. Ég var í of miklu
uppnámi til að fara strax heim til Evu,
reikaði stefnulaust um auðar götur og
fann kortið.
Vatnslitimir sátu kyrrir á papp-
írnum þrátt fyrir rigninguna. Kannski
hefur listamaðurinn átt lakk í úðabrúsa
til að verja hann fyrir veðri og vindum.
Varla hefur hann þó grunað að kortið
ætti eftir að lenda svona fljótt í ræsinu.
Myndin sýnir ljóshærða stúlku með
skærrauðar varir, villt hár og stóra
jókerhúfu, gula og appelsínugula. Þetta
er frekar klunnaleg mynd, hún hefur fyrst verið teiknuð laust með
blýanti og síðan lituð: blýantstrikin sjást í gegn þar sem myndin er
ljósust. Fyrir aftan og ofan húfuna er ljósblár himinn en síðan tekur
60