Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 50

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 50
„Þú kaupir þetta bara í Dublin.“ „Ja, ég sé til með það.“ „Hefurðu lesið eitthvað um Japan?“ spyr ég, svolítið undrandi yfir að hann skyldi kannast við fiskréttina í glugganum. „Bjarni, bróðir mömmu, sem gaf okkur Tuborg flöskurnar, hann hefur verið í Japan. Hann kom einu sinni heim með myndskreyttan matseðil frá veitingastað í Tókýó og hengdi hann upp á eldhúsvegg- inn hjá mömmu.“ Við erum komnir upp að horni Klappar- stígs og Laugavegar. „Þama fyrir neðan, á næsta homi þar sem þú sérð umferðarljósin, þar er bar sem heitir Bíóbar,“ segi ég. „Bíóbar?" „Já. Sérðu flutningabílinn þarna á horninu? Við Ijósin? Þar geturðu fengið þér bjór. En ég fer héma í hina áttina.“ Hann horfir á mig og lítur síðan upp eftir Klapparstígnum. „Er ekki fangelsið þarna?“ segir hann og bendir í suðurátt. „Labbar þú þá aftur framhjá fangelsinu?“ „Nei, það er aðeins neðar. En ég fer aftur upp á Skólavörðustíg þar sem við hittumst." Hann verður sposkur á svip og segist þurfa að játa svolítið fyrir mer: „Þama á kaffihúsinu, manstu, þá sagðirðu mér að skrifa mömmu að þú værir í fangelsi. Ég vona að ég hafi ekki gert þér illt til en ég skrifaði henni að ég hefði hitt þig, á þeim stað þar sem ég hitti þig - ég sagði henni ekkert frá því að við værum nafnar - og þegar við gengum framhjá fangelsinu hefðu fangaverðirnir komið hlaupandi út og sagt að þú ættir að koma með þeim og svo hefðu þeir dregið þig inn með sér og lokað þig inni. Eins og glæpamann.“ 48

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.