Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 64

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Blaðsíða 64
1 Mitt er pitt og... Ó, þessi Anna, hún Anna. Svo ung, svo langt frá mér og svo yndis- lega vonlaus. Einsog þegar við sváfum saman þetta eina glataða skipti. Hún smokraði sér úr glansandi skósíða pilsinu sínu, var farin úr rúllukragabolnum áður, og minnti mig strax á eitthvert vamarlaust dýr svona háskalega mjó og mjaðmalaus, mér fannst ég hlyti að brjóta hana ef ég legðist ofan á hana með öll mín kíló. Og þegar hún horfði másandi á mig mása ofan á sér, andlitið á henni perlandi af svita í hitanum, þá kom tvennt fyrir mig í einu: ég sá allt í einu að dýrið sem hún líktist var kanína eða héri, hún var einsog lítið upp- veðrað og æst dýr sem einhver heldur í eyrun á og skrokkurinn lafir niður og stundum krafsar skepnan með afturlöppunum ef hún finnur einhverja spymu, en annars er ekkert mál að fara með hana þangað sem mann langar. Ég veit ekki alveg hvort þetta er sérlega falleg hugsun, en mér fannst þetta fyndið og missti einbeitinguna svo ég snöggfékk það inn í hana. Hitt sem kom fyrir mig eða yfir mig var ást. Ég hafði ekki gert mér neinar grillur af því tagi þegar ég lagðist ofan á þessa stelpu án þess að trúa því almennilega að hún vildi mig. Maður klæðir af sér skvapið og ég vissi að henni myndi bregða þegar hún sæi mig beran. Fólk býst engan veginn við því að menn á mínum aldri, með þokkalega ungt andlit, séu með fellingar sem þeir geti stungið í sígarettupakka þannig að hann festist, einsog ég get gert. Þar sem ég lá og rykktist til ofan á Önnu og hún sneri sér undan fullnægingarkossinum kaldsvitnaði ég af skelfingu og varð allt í einu sannfærður um að henni fyndist ég viðurstyggilegur. Hún vildi ekki gera neitt meira, sagðist þurfa heim og fór. Ég fékk að kyssa hana bless en hún neitaði að gefa mér símanúmerið 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.