Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 22

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Side 22
slökkva ljós í flestum gluggum blokkarinnar. Jafnvel manninum undir staurnum hnykkti við og hann hrópaði: Því gerirðu þetta, Snorri? Flugeldasýning fjaraði út í rakettu sem lufsaðist lárétt út af svölunum og hneig í kraftlausum boga til jarðar með vægu ýli við kjallaraglugga, og um leið kviknuðu ljós í mörgum gluggum á dreif um blokkina. * * * Við hús ofarlega á Háteigsvegi stóðu tvö börn, strákur og stelpa, sem gátu varla verið meira en átta ára gömul. Þau sveifluðu stjömuljósum í hringi og ég hugsaði með mér að það væru allir brennivínsdauðir heima hjá þeim og þau gætu verið úti til hádegis á nýársdag eða lengur þess vegna. Þegar ég gekk hjá sagði stelpan við mig: Sjáðu manninn. Mannsmyndin sem sat á tröppunum og hallaði sér að handriðinu var að breytast í snjókarl og leit svo eðlilega út sem slíkur að það var ekki von ég tæki eftir sérstaklega honum. Ég gekk nær og mér sýndist þessi hvíta þúst vera ungur maður. Hann hlaut að hafa setið þó nokkra stund því hann var alsnjóa. Ég gekk upp tröpp- umar og sá að augnhárin á honum glitruðu hvít. Vaknaðu, sagði ég og kom við öxlina. Hann vaknaði ekki. Ég tók af mér lopavettlinginn og snerti vangann. Hann var ískaldur. En maðurinn var ekki dáinn, hann andaði. Ég reyndi að hrista hann, en hann rótaði sér ekki. Ég reyndi að hrista hann meira í úrræðaleysi en við það féll hann á hliðina og lá þar með hnén hornrétt í egypskum stíl og gat hafa meitt sig á höfði þegar hann hlunkaðist útaf. Ég hringdi fjórum dyrabjöllum í ofboði. Ung kona á glitkjól úr teygjuefni kom til dyra. Hún var berfætt í mjög hælaháum skóm. Áður en ég sagði nokkuð hafði hún stungið hausnum út um dyragættina, horft á mig og af mér á manninn sem sat 20

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.