Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 49

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 49
„Nei, þakka þér fyrir,“ segi ég. „Ég þyrfti eiginlega að komast upp á Skólavörðustíg." „Ég hafði ekki sagt þér frá bjórflöskunum mínum, var það nokkuð?" „Nei.“ „Ég á tuttugu og fjórar bjórflöskur heima. Þær standa í beinni röð á hillunni fyrir ofan rúmið mitt.“ „Hvað segirðu? Og bjór í þeim?“ „Ekki lengur. Bróðir hennar mömmu sem býr í Borgarnesi færði okkur einu sinni kassa af bjór. Tuborg bjór, það er danskur bjór. Og mamma og ég drukkum úr þeim daginn eftir og svo raðaði ég þeim upp á hilluna mína fyrir ofan rúmið. Það er svo fallegur miðinn utan á flöskunum, þar sem stendur Tuborg.“ Ég útskýri fyrir Erlingi að núna liggi leið okkar framhjá Skóla- vörðustígnum og upp Laugaveginn sem tekur við af Bankastrætinu, því barinn sem ég ætla að sýna honum er í götu sem liggur í gegnum Laugaveginn aðeins ofar. Hann biður mig að staldra við þegar við komum að glugga hann- yrðaverslunar og bendir á útsaumaða vegg- mynd af hundi og ketti. „Eitthvað þessu líkt átti ég að kaupa á írlandi fyrir mömmu. Hún hefur ábyggilega ekki gert sér grein fyrir að svona mætti fá hér í Reykjavík.“ „Það fæst nú svo margt héma í Reykjavík," segi ég og bendi honum á að halda áfram. Svo sýni ég honum myndir af hráum fiskréttum í glugga austurlensks veitingastaðar. „Þetta er eins og þeir éta í Japan,“ segir hann. „En ég verð að leggja á minnið þessa búð sem er með veggteppið. Það er aldrei að vita nema ég kíki þarna inn einhvern daginn.“ 47

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.