Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 22

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 22
móður sinnar, og þegar þau voru saman komin, gullinleit á hörund, hristandi strítt hárið, hefði mátt tala um hjörð af skollitum villi- hestum. „Hvaða fjandans hugmynd?" spurði hún, því hún gat ekki bara staðið þarna. „Förum eftir köldum bjór, og eyðum morgninum á haugunum." „En það er sama gamla hugmyndin," sagði hún ólundarlega. „Nei, alls ekki. Ekki á haugunum okkar. Við höfum ekki leitað í Sarsaparilla síðan fyrir jól." Hún dróst með ólund yfir garðinn og inn í húsið. Skólplykt stalst úr gráum, ómáluðum borðunum utan á húsinu og andæfði daunillum boggabriplöntum og baðmullarperum. Kannski vegna þess að Whalleyhjónin voru í varahlutabransanum lá við að heimilið léti í minni pokann fyrir þeim. Wal Whalley kembdi haugana. Auðvitað greip hann í annað á milli. En enginn hafði jafngott auga og Wal fyrir því sem samborgar- inn þurfti á að halda: það voru ónýtir rafgeymar og standar undir hljómflutningstæki, gólfteppi með blettum sem enginn tók eftir, vír, og meiri vír, klukkur sem biðu þess eins að stökkva aftur inn í kapp- hlaup tímans. Dulúðugir verslunarmunir af ýmsu tagi lágu á víð og dreif um bakgarð Whalleyhjónanna. Síðast en ekki síst: ryðgaður gufuketill sem tvíburarnir léku sér í. „Hvernig líst þér á það?" hrópaði Wal, og rak síðuna í konu sína. Hún var næstum stigin ofan í holuna sem komin var í eldhúsgólfið. „Líst mér á hvað?" Hún var hálftortryggin og flissaði hálfhæðnislega. Því Wal kunni að spila á veikleika hennar. „Nú þessa hugmynd manneskja!" Þá hljóp ólundin í hana aftur. Fötin ertu hörund hennar þar sem hún óð um húsið. Gulir sólargeislarnir skinu á gráa flekkina í óupp- búnum rúmunum, breyttu kuskinu í hornunum í gull. Það var eitt- hvað að naga hana, eitthvað lá enn þungt á henni. Auðvitað. Það var jarðarförin. „Svei mér, Wal," sagði hún, átti til að snúa svona við blaðinu, „þú hefðir sannarlega getað fengið verri hugmynd. Þá verða engin vand- ræði með krakkana. Skyldi þessi ormur hann Lummy ætla að láta svo lítið að koma með okkur?" 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.