Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 22

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 22
móður sinnar, og þegar þau voru saman komin, gullinleit á hörund, hristandi strítt hárið, hefði mátt tala um hjörð af skollitum villi- hestum. „Hvaða fjandans hugmynd?" spurði hún, því hún gat ekki bara staðið þarna. „Förum eftir köldum bjór, og eyðum morgninum á haugunum." „En það er sama gamla hugmyndin," sagði hún ólundarlega. „Nei, alls ekki. Ekki á haugunum okkar. Við höfum ekki leitað í Sarsaparilla síðan fyrir jól." Hún dróst með ólund yfir garðinn og inn í húsið. Skólplykt stalst úr gráum, ómáluðum borðunum utan á húsinu og andæfði daunillum boggabriplöntum og baðmullarperum. Kannski vegna þess að Whalleyhjónin voru í varahlutabransanum lá við að heimilið léti í minni pokann fyrir þeim. Wal Whalley kembdi haugana. Auðvitað greip hann í annað á milli. En enginn hafði jafngott auga og Wal fyrir því sem samborgar- inn þurfti á að halda: það voru ónýtir rafgeymar og standar undir hljómflutningstæki, gólfteppi með blettum sem enginn tók eftir, vír, og meiri vír, klukkur sem biðu þess eins að stökkva aftur inn í kapp- hlaup tímans. Dulúðugir verslunarmunir af ýmsu tagi lágu á víð og dreif um bakgarð Whalleyhjónanna. Síðast en ekki síst: ryðgaður gufuketill sem tvíburarnir léku sér í. „Hvernig líst þér á það?" hrópaði Wal, og rak síðuna í konu sína. Hún var næstum stigin ofan í holuna sem komin var í eldhúsgólfið. „Líst mér á hvað?" Hún var hálftortryggin og flissaði hálfhæðnislega. Því Wal kunni að spila á veikleika hennar. „Nú þessa hugmynd manneskja!" Þá hljóp ólundin í hana aftur. Fötin ertu hörund hennar þar sem hún óð um húsið. Gulir sólargeislarnir skinu á gráa flekkina í óupp- búnum rúmunum, breyttu kuskinu í hornunum í gull. Það var eitt- hvað að naga hana, eitthvað lá enn þungt á henni. Auðvitað. Það var jarðarförin. „Svei mér, Wal," sagði hún, átti til að snúa svona við blaðinu, „þú hefðir sannarlega getað fengið verri hugmynd. Þá verða engin vand- ræði með krakkana. Skyldi þessi ormur hann Lummy ætla að láta svo lítið að koma með okkur?" 20

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.