Frón - 01.06.1944, Síða 6

Frón - 01.06.1944, Síða 6
68 Jón Helgason mál þurfa ekki að sveitast yfir ríminu á sama hátt og þau sem á germönskum tungum kveða. Petta stafar af því, aS í rómönsk- um málum hvílir áherzla orSanna margsinnis á endingum sem sameiginlegar eru heilum kerfisflokkum, en áherzlusamstöfurnar eru þar eins og annars staSar notaSar til ríms. ítölum er hægS- arleikur aS ríma saman heilar runur nafnhátta eins og andare, parlare, pensare, finire, venire, og eins er um Frakka: aller, parler, penser, finir, venir. öll þessi orS hafa þungann á annarri samstöfu. Ef viS ættum aS vera samkeppnisfærir, þyrftum viS aS hafa áherzluna á nafnháttarendingunni, segja ganga, tala, hugsa, enda, koma og geta rímaS allar þessar orSmyndir hverja viS aSra. Frökkum verSur ekki skotaskuld úr aS ríma saman hluttaksorS margvíslegra sagna: donné, pleuré o. s. frv., en viS getum ekki leikiS þaS eftir, af því aS viS segjum ekki gefíð, gráti'ð meS þungann á síSari samstöfu. I’annig mætti lengi telja. ÞaS er engin tilviljun aS lokarímiS hefur komiS fram á rómanska málsviSinu, og aS innan germanskra mála er þaS ekki til í þeim háttum sem upphaflegastir eru og samgrónastir tungunum. Hins vegar tjáir ekki aS neitá því, aS sé rímiS vandasamara á germönsku málunum, þá er líka til meira aS vinna: ríminu fylgir meiri alvara, meiri styrkur og veigur, þegar þaS grípur yfir sjálfan hinn merkingarbæra meginhluta orSsins, en ef þaS næSi yfir endinguna eina. Ef þaS er fróSlegt aS virSa fyrir sér aSstöSu og hæfileik ýmsra tungna til IjóSagerSar, þá er ekki síSur merkilegt aS athuga hvernig eitt og sama tungumál getur boSiS skáldunum mismunandi efniviS á mismunandi tímabilum. Petta á ekki sizt viS um íslenzku. Okkur er tamt aS imynda okkur aS Egill Skallagrímsson, Snorri Sturluson, Jón Arason og Þorsteinn Erlingsson hafi allir ort á eina tungu, og þaS er auSvitaS aS sumu leyti rétt. En þó er þaS sannast aS segja aS þau viSfangsefni sem Porsteinn Erlingsson hafSi viS aS glíma þegar hann knúSi máliS í vísur, voru næsta ólík því sem Egill forfaSir vor hafSi, og þetta stafaSi ekki aSeins af því, aS Þorsteinn kvaS undir öSrum háttum, heldur líka af því, aS íslenzka hans var mjög frábrugSin íslenzku Egils. Petta yrSi nóg efni í mörg erindi, ætti aS útskýra þaS nokkurn veginn rækilega, og ég skal aSeins víkja aS einu mikilsverSu atriSi. PaS er eitt auSkenni á máli voru nú á dögum aS allar samstöfur meS áherzlu eru langar. ViS heyrum engan lengdarmun

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.