Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 63
Orðabelgur
125
Úr Stokkhólmsbréfi.
Islendingur sem nýlega hefur flutzt til Stokkhólms frá megin-
landi Evrópu skrifar ritstjóra Fróns meðal annars:
»Ég hafSi gert mér vonir um að finna sterka þjóSlega strauma
leggja um mann viS lestur íslenzkra blaSa og tímarita. AS því
er snertir dagblöSin varS ég fyrir miklum vonbrigSum. Heildar-
svipur þeirra er lítiS breyttur frá þvi sem áSur var, en frágangur
allur og ritháttur hefir auSsjáanlega versnaS mikiS, og var þó
varla á bætandi. Lélegastur virSist einmitt frágangur þeirra
blaSa sem víSlesnust eru, og má furSulegt heita, aS almenningur
skuli taka því mótmælalaust. 1’aS er ekki eingöngu þannig aS
misvíxl á línum og aSrar prentvillur eru svo tíSar, aS stundum
er eins og í hverri grein séu afbakaSar og lítt skiljanlegar
setningar, heldur er rithátturinn oft svo lélegur, aS enginn
»subeditor« mundi geta lagfært þær greinar svo vel aS þær yrSu
læsilegar. Merkilegast er þó aS þeir blaSamenn sem hæst gjálfra
um sambandsslit og sjálfstæSi, geta ekki skilaS frá sér blaSagrein
á sæmilegri íslenzku. Menn þræta vikum og mánuSum saman
um sambandsslitin og önnur formsatriSi, eins og heilsa einhvers
manns væri mest undir því komin hvort hann gengi meS grænan
hatt eSa brúnan, en færi ekki eftir eiginlegu likamlegu og
andlegu atgervi hans.
Hins vegar má finna ýmsa gleSilega menningarstrauma aS
heiman og virSast þeir aSallega renna um farvegi »Bandalags
íslenzkra listamanna« og tímaritsins »Helgafells«. Jafnvel í
tónlist hefir gerzt sá merkisatburSur aS »JóhannesarguSspjalliS«
eftir Bach hefir veriS flutt fjórum sinnum í Reykjavík meS
íslenzkum texta, aS miklu leyti sungiS viS erindi úr Passírn
sálmum Hallgríms Péturssonar.
MeS lslendingum hér í Stokkhólmi er mikiS félagslíf, sem
kunnugt er, enda fer þeim fjölgandi, rúmlega 100 landar kváSu
vera staddir í SvíþjóS nú. Hin margumtalaSa »norræna sam-
vinna« virSist hér annars mest koma fram í fyrirsögnum blaSa.
Pekking og áhugi á íslenzkum málum auSsjáanlega í minnsta
lagi. —«
Frá Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn.
Á aSalfundi félagsins 25. febrúar þ á. var ný stjórn kosin,
og er formaSur hennar GuSmundur Arnlaugsson cand. mag. Hér