Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 11

Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 11
AS yrkja á íslenzku 73 Stuðlar eru, eins og alkunnugt er, tíðast þannig að annaðhvort eru þrír sérhljóðar, »og er fegra að sinn hljóðstafur sé hver þeirra« segir Snorri: »Pegar ég geng út og i'nn og ekkert hef að gera«, — ellegar sami samhljóðandinn er þrítekinn: »hugsa ég um /iringinn minn hvar hann muni vera«. Enginn nútímakveð- skapur annar en íslenzkur hefur stuðla er skipað sé með svo reglubundnum hætti. ,Pó ber það einstöku sinnum við er við lesum erlend ljóð að við rekumst á línur sem láta einkennilega kunnuglega í eyrum, eins og þegar Burns byrjar eitt nafn- togaðasta kvæði sitt: Thou lingering star, with lessening ray, that lovest to greet the early morn, eða þetta hjá Goethe: Sieht mit Rosen sich umgeben, selbst wie eine Rose jurig, eða þegar Ibsen lætur Ásu segja í andarslitrunum við Pétur son sinn: Jeg vil ligge og lukke oine og lide pá dig, min gut! Og þegar við gætum betur að, sjáum við að þarna hafa skáldin stuðlað að íslenzkum sið, auðvitað óafvitandi og af hreinni tilviljun. Sumir erlendir þýðendur íslenzkra kvæða hafa gert sér far um að halda réttum stuðlum, svo sem þeir Pórður Tómasson er hann sneri Passíusálmunum og nýverið Martin Larsen er hann lagði út Eddukvæðin og ísland farsælda frón. Ekki hlýðir að ganga hér fram hjá eina íslenzka húsgangi á danska tungu, sem þó mun að vísu kveðinn af íslenzkum manni; sumir segja Gröndal höfund, en ég veit engar sönnur á því: Holder Gæs og giver Sold, gaar til Messe i Herrens Vold, fodt i Hessen brav og bold Baronesse Lovenskjold. Færeyingar hafa stöku sinnum borið við að stuðla kvæði sín að íslenzkum hætti. Eitt hinna helztu skálda þar í landi, Mikkjal á Ryggi, hefur t. d. ort þannig vinsamlegt kvæði til íslands, sem íslendingum mun ókunnara en maklegt væri. Fyrsta erindið er á þessa leið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.