Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 9
Að yrkja á íslenzku
71
Verði blíða veðurs,
víðir blómgi hlíðar,
veiðist vel á miðum,
vaxi gengdin laxa,
glitri grund og flötur,
grói tún og flói,
neytist afl til nota,
nýtist allt til hlítar!
Af þessum átta ljóðlínum fengju aSeins tvær staðizt ef gert væri
ráð fyrir fornum framburði á orðunum: »víðir blómgi hlíðar« og
»vaxi gengdin Iaxa«. Að vísu er hér ekki um beina stælingu
fornvísna að ræða, heldur er kveöiö á nútímamáli undir fornum
hætti. En þó að tekin væru einhver fornyrtari dæmi frá siöari
öldum yrði niðurstaðan víÖast eitthvað svipuð.
MáliS er efniviður ljóSasmiSsins, og hljóSbreytingar þess hafa
einatt í för meS sér umskipti á aSstöðu hans. PaS er t. d. auSsætt
aS þegar gömlu stuttu samstöfurnar tognuSu og urSu jafnlangar
hinum, var íslenzkum skáldum drjúgum auðveldara aS yrkja á
eftir, því aS nú var hvorttveggja liSiS jafnhlutgengt, í staS
þess aS áSur varS aS raSa eftir gildi. Um svipaS leyti jókst einnig
svigrúm skáldanna á annan hátt viS þaS aS hljóSiS y hvarf úr
málinu og rann saman viS i; eftir þaS var unnt að ríma saman
fjölda orSa sem áSur voru sundurgreind aS hljóSi, svo sem lind
og synd, skilja og hylja, ís og mýs, skína og sýna. Ef viS berum
saman færeysku og íslenzku, sjáum við glöggt hvernig ýmislegur
samruni hljóSanna hefur lagt færeyskum skáldum í hendur fjölda
rímmöguleika sem íslendingar verða án aS vera. l3au geta rímaS
breiða og eiga, herða og gera, tala og mæla, ær og garð. Eitt
erindi í þjóSsöng Færeyinga hljóSar svo:
Mítt foðiland tað er ei stórt
sum onnur lond,
men so væl hevur Gud tað gjort
við síni hond,
at alla tíð tað til sín dregur
hjarta mítt,
tí rúm tað best í Foroyum hevur
at sláa frítt.
Þetta þykir okkur viS fyrstu sýn slælega kveSiS. En þegar við
vitum að ó í stórt er framboriS eins og ö, og aS g í dregur hefur
breytzt í v, verSur augljóst aS kveðandi er hér lýtalaus. Samt
öfunda ég Færeyinga ekki af þessum hljóðbreytingum, alveg eins
og mér virSist þaS eitthvert mesta óhapp sem drifiS hefur á daga