Frón - 01.06.1944, Side 10
72
Jón Helgason
íslenzks máls að þaS glataði y-hljóðinu; þar hefur farið á eftir
ýmiss konar óskýrleikur og glundroði. Pað er líka næsta einkenni-
legt að einmitt á 16. öld, þegar stuttar samstöfur lengjast og
y-hljóðið er að hverfa, verður sýn afturför í formfestu íslenzkrar
Ijóðagerðar, eins og slakað sé á öllum kröfum.
Meðal síðustu kynslóða höfum við séð þess mörg dæmi að
skáld sem uppalin eru við þá ósvinnu að bera hv fram eins og
kv (segja kvítur og kvað og kvass), stuðla hv á móti k-i. Ekki
verður að svo stöddu sagt með vissu hvort nokkur maöur hefur
leyft sér þetta fyrr en á öndverðri 19. öld, enda átti framburöur
þessi sér þá litla stoð. En skáldum þeim er ekki hafa veriö þess
umkomin að hrista þetta af sér má skipta í tvennt. Sum stuÖla
einlægt sitt á hvað, svo að lesandinn veit aldrei hvar hann hefur
þau. Gott dæmi er þessi vísa sem Káinn orti vestan hafs:
Kæra foldin kennd við snjó,
hvað ég feginn yrði,
mætti holdið hvíla í ró
heima í Eyjafirði.
Sá sem með vísuna fer neyðist fyrst til að segja kvað, annars
fer allt úr reipunum. En haldi hann svo uppteknum hætti og
segi kvíla, gliðnar seinni parturinn í sundur. Pá er nærri því
skárra að hlíta við hin skáldin, sem láta hv einlægt gilda sem
kv, án þess að hafa á því neinn hálfverknaö, og getur þó oröið
fullhart undir að búa, eins og þegar vísa byrjar svo:
Pú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
í þúsund ár hefðu öll íslenzk skáld látiÖ sér sæma að hafa h í
höfuöstaf á eftir línu sem endaöi á orðunum »hvítum hesti«.
Með þessum athugasemdum er komið að því auðkenni
íslenzkrar Ijóðagerðar sem nú orÖiÖ greinir hana frá öllum öSrum
skáldskap í veröldinni. I3aS er stuðlasetningin.
ViS tölum aS dæmi Snorra Sturlusonar um stuSla: Ó fögur
er vor fósturjörS, og höfuSstaf: um fríSa sumardaga; en oft
getur veriS þarflegt aS hafa eitt orð um hvorttveggja, og verður
hér á eftir gripiS til þess úrræSis, þar sem engum misskilningi
getur valdiS, aS láta fleirtöluna ‘stuðlar’ einnig fela í sér
höfuðstafinn. Annars er stundum sagt ljóSstafir, en þaS orS
hefur þann galla aS þaS leiSir hugann fullmikiS aS rituSu máli.