Frón - 01.06.1944, Page 12

Frón - 01.06.1944, Page 12
74 Jón Helgason Frítt tú vart í fornum tíma fagra jokulsland, eingin orkaði at gríma Ingolvs ætt í band; hetjur hevjaðu á tingi hátt sítt fríða mál, teir frá fedrum hovdu fingið frælsishug í sál. I’essi vísa getur minnt okkur á að stuðlar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og að ekki er einhlítt að gæta réttrar tölu á þeim, heldur verður líka að skipa þeim rétt í sæti, þeir mega hvorki vera of fjarri línulokum né of gisnir. Allt þetta heyrir íslenzkur maður samstundis, hafi hann á annað borð brageyra, en útlendur þarf langrar tamningar til. En skáldið nær fastari tökum á íþróttinni eftir því sem hann yrkir lengur, og niðurlagsvísan fyllir ströngustu kröfur íslenzkar: Lýsi vítt um tún og tindar tungl og gylta sól, láti blítt í leyvi vindar, leiki frískt um hól; bleiktri merkið bjart um landið blátt og reytt og hvítt, gjognum allar ævir standi Island sterkt og frítt. Oehlenschláger framdi einu sinni þann leik að kveða á dönsku um Harald konung hilditönn undir íslenzkum rímnabragar- háttum og felldi þá engan vanda þeirra undan: Hæren stod, da Hildetand i Horn Iod stode. Mægtigt over Marken brode Malmets Toner, hult de lode. Pegar ég var strákur í skóla las ég í Ordenes Liv eftir Nyrop að Oehlenschláger hefði ort þessar vísur með geníölu virtúósíteti. Ég lét mér heldur fátt um finnast, því að ég vissi vel að á Islandi væri þá heill hópur manna sem ættu skilið að heita geníalir virtúósar, þó að þeir hefðu hingað til farið með öllu varhluta af þvílíkum nafnbótum. Pá var Símon Dalaskáld enn á lífi. Síðar hef ég séð að svo mjög sem Oehlenschlágeri bregzt stundum bogalistin í rímunni, þá stuðlar hann þó furðu vel hjá því sem sumir aðrir útléndingar hafa gert. Vísan hér að ofan er t. d. alveg lýtalaus. En jafnvel maður eins og Gustaf Fröding, líklega fremsti bragsnillingur Svía, hefur ort kvæði sem á að vera með fornyrðislagi, án þess að hann virðist hafa gert sér

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.