Frón - 01.06.1944, Síða 19

Frón - 01.06.1944, Síða 19
Að yrkja á íslenzku 81 Hér ætti h í handa-, s í sjúkleik og s i sauSi að réttu lagi heimting á stuðli. Enn fremur hafa siðari skáld leyft sér það sem alveg hefði þótt óhæft á blómaskeiði háttarins, að stuðla með svo um- komulitlum orðum sem forsetningum eða samtengingum. Hér eru aftur þrjú dæmi eftir Bjarna Thorarensen: 1. önd hans þó var auðug og þegar harma björg og vanheilsu á brjósti hönum lágu. 2. eldi hreyfanda undan stálsköflum. 3. Afl vex því öflga er hann það nálgast. Annað atriði sem ef til vill mætti einnig telja afturför, þótt um það geti orðið skiptari skoðanir, er stytting og einsniðing ljóðlínanna. Undir eins í fornöld meðan hátturinn var í fullu fjöri stefndi þróunin í þá átt að gera þær fábreytilegri, helzt þannig að fjórar samstöfur eða fimm væru í hverri. Petta hefur síðan haldizt. Af skáldum siðari alda ætla ég að Matthías Jochumsson hafi bezt kveðið fornyrðislag þegar honum tókst upp. En ljóst er að hjá honum eru línurnar steyptar í færri mótum en hjá elztu og beztu fornskáldum. Hér verður ekki komizt hjá að drepa á það, að um síðustu aldamót var það trú margra fræðimanna að ferkvæðar og fimm- kvæðar línur væru réttastar og upphaflegastar í fornyrðislagi. I5ar sem línur voru Iengri í handritum fornra kvæða — og þess voru ærin dæmi —, voru þær taldar afbakaðar, og þótti þá einkar æskilegt og vel til fundið að stytta þær eftir föngum og jafna, með úrfellingum eða jafnvel orðabreytingum. Eina eddu- kvæðaútgáfa sem almenningur á íslandi hefur haft í höndum er því miður gerð undir áhrifum þessarar óheillastefnu. Par er t. d. fyrri helmingur vísunnar úr Atlakviðu sem tilgreind var áðan ortur upp og aflagaður á þessa leið: Hvat hyggr brúði bendu, þás okr baug sendi varinn ulfs váðum; hygg at vörnuð byði. Slik meðferð veitir ekki aðeins ranga hugmynd um kvæðin eins og þau eru í raun og veru, gerir þau sléttari og felldari, heldur torveldir hún einnig lesendum skilning þeirra framar en þörf er á. Fornyrðislag á sér merkilega sögu í íslenzkum bókmenntum og miklu meiri en hér sé nokkur kostur að rekja. Seint á 18. öld 6

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.