Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 21
Að yrkja á íslenzku
83
En nýrri skáld hafa hér tíSast risin þrjú:
Tíndum við á | f jalli,
tvö vorum | saman,
blóm í | hárri | hlíð;
knýtti eg | kerfi
og 1] kjöltu I þér
lagði | ljúfar j gjafir.
I-’ess skal þó getiS aS sumir aSrir fræSimenn hafa staSiS fast á
því, aS flestar fornvísur ætti einnig aS lesa þannig.
Hér verSur aS sleppa því aS tala um fleiri forna háttu, enda
þótt yfriS margt væri um þá aS segja. En nú verSur aS víkja
aS einu efni sem sérstaklega hefur orSiS afdrifaríkt í bragsögu
Islendinga.
Einhvern tíma, liklega á 10. öld, var ort á Englandi merkilegt
kvæSi sem byrjar þannig á frummálinu:
Mé] llfes on|láh,
sé þis] léoht on|wráh
and þæt] torhte gejtáh
tilllce onþvráh.
Glæd wæs ic | glnvum
glenged | nlwum
blissa | bllwum,
blöstma | hlwum.
Petta er torskilinn skáldskapur. Hér nægir aS geta þess aS efniS
er aS maSur minnist sinnar fyrri sælu (síSar taka viS kveinstafir
um yfirstandandi bágindi og fallvaltleik lífsins, ekki fátíSur sónn
hjá skáldum...). En skilningur orSanna má hér einu gilda,
hljómur kvæSisins er okkur fyrir öllu. Sérhver íslendingur sem
eitthvaS þekkir til kveSskapar finnur þegar áþekkum vísnabrot-
um skjóta upp í huga sér:
Buðumk hilmir löð,
þar á ek hróðrar kvöð,
ber ek Óðins mjöð
á Engla bjöð ...
Varat villr staðar
vefr darraðar
of grams glaðar
geirvangs raðar ...
Engum fær dulizt aS meS þessu enska kvæSi og HöfuSIausn
Egils Skallagrímssonar hlýtur aS vera skyldleiki, þó aS efni sé
6*