Frón - 01.06.1944, Side 22

Frón - 01.06.1944, Side 22
84 Jón Helgason næsta ólíkt. Hitt hefur lengi veriS fræðimönnum ráSgáta hvernig sambandi þeirra sé háttaS. Enska kvæSiS er einstætt í bók- menntum síns lands — þaS er jafnan kallað rímkvæSiS af því aS önnur slík eru engin til —, og sumum hefur þótt næst líkind- um aS höfundur þess hafi stælt HöfuSIausn. En þegar þess er gætt aS kvæSin hafa bæSi lokarím aS suSrænum siS, virSist litil skynsemi í þessari getgátu. PaS væri býsna undarlegt öfug- streymi ef auSkenni suSrænnar skáldlistar hefSu borizt Englend- ingum yfir Island. Miklu líklegra er aS Egill hafi heyrt bragar- háttinn á Englandi, hvort sem þaS hefur veriS á sjálfu rimkvæSinu eSa einhverju öSru glötuSu meS sama hætti, og aS þaS »Yggs full« sem þá kom honum aS »hlusta munnum« hafi reynzt honum áfengt. HöfuSlausn er fyrsta kvæSi á íslenzku sem sameinar suSrænt lokarím viS norræna stuSla. MeS henni hefst þaS kvæSasniS sem drottnar á Islandi enn í dag. ViS stöndum enn á þeim grundvelli sem Egill ættfaSir okkar allra lagSi í Jórvík endur fyrir Iöngu (ef trúaS er frásögn sögunnar), og þaS er gaman aS sjá aS sérstök nýjung í þátíðarskáldskap Englendinga, sem engri festu náSi heima fyrir, hefur þannig borizt til íslands og orSiS þar sigursæl. FlóSbylgja rímsins gleypti smátt og smátt ljóSagerS allrar álfunnar. Hún flæddi líka yfir ísland en náSi ekki aS færa í kaf þaS sem fyrir var. íslendingar ortu annaShvort meS stuSlum einum aS fornum siS eSa meS stuSlum og lokarimi aS dæmi rímkvæSisins og HöfuSlausnar, en ekki meS lokarími einu eins og gert var úti í Iöndum. Nú tjáir ekki annaS en fara fljótt yfir sögu. íslenzk skáld- skaparlist var þegar aS fornu auSug aS sjálfstæSum og frumleg- um háttum. Par viS bættust síSar rímnahættirnir og náSu smám saman ótrúlegri fjölbreytni. Helgi SigurSsson telur í bók sinni »Safn til bragfræSi íslenzkra rimna« 23 flokka og sæg afbrigSa innan hvers, víSa svo hundruSum skiptir, en aS vísu kann hann sér ekki hóf og greinir stundum afbrigSi eftir samhljómum sem auSsæilega ber aS eigna tilviljunum einum. Á síSmiSöld og þar á eftir tóku íslendingar enn fremur upp fjölda hátta, sem margir hverjir hafa veriS tengdir viS söng, þó aS svo slysalega hafi tekizt til aS flestöll lögin hafa týnzt niSur; tónfróSir íslendingar á 19. öld hefSu gert mcnningu vorri drjúgum meira gagn ef þeir hefSu kunnaS aS hlusta meS meiri alúS eftir því sem karlar og kerlingar rauIuSu, í staS þess aS verja öllum kröftum sínum til aS kenna fólki söng upp á dönsku. Vafalaust eru margir þessara

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.