Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 27
Að yrkja á íslenzku
89
ekki hafa mjög næmt stuðlaeyra. Alkunnugt er að eitt helzta
skáld vort, Grímur Thomsen, átti í miklu stríði við þetta atriði
íslenzkrar kvæðagerðar. Pað kemur líka fyrir Benedikt Gröndal
að honum skjátlast, ef til vill þó mest fyrir hroðvirkni. Altítt
er að heyra upplesendur og söngfólk misbjóða kvæðum með
röngum framburði:
Húsfreyjan stóð upp kvít eins og lík:
»Höfðingjarnir úr Reykjavík!«.
eða:
Hve hátt hann lyftir hnakka,
kvessir brá.
Menn láta sér ekki bilt við verða að syngja:
Hér] andar guðs | blær og hér | verð eg svo | frjáls,
þó að stuðlar heimti þungann á hér:
Hér andar | guðs blær og ] hér verð eg svo ] frjáls,
í] hæðir egjberst til | ljóssins | strauma.
Og í íslenzku söngvasafni hafa menn ekki vílað fyrir sér a5
hnoða kvæði Sveinbjarnar Egilssonar »Fósturjörðin fyrsta sumar-
degi« undir sænskt lag sem á við allt aðra hrynjandi en stuðlar
kvæðisins gera ráð fyrir. Sveinbjörn kvað:
Furðu | kyrr að | fósturjarðar | vilja
fjöldi | slíkur | allur þögull | stóð.
Móðir | jörð bað | manninn fram að | þylja
móti | sumri | hjartalaginn | óð,
og er mikil furða hversu margir hafa fengizt til að syngja það
eftir Söngvasafninu án þess að finna til flökurleika:
Furðu kyrr að | fóstur|jarðar | vilja
f jöldi slíkur ] allur | þögull í stóð.
Móðir jörð bað | manninn | fram að | þylja
móti | sumri | hjartalaginn | óð.
En nú er kominn tími til að hið látna góðskáld fái hvíld í gröf
sinni.
Ölafur hvítaskáld, bróðursonur Snorra Sturlusonar, komst svo
að orði um stuðla og höfuðstafi að þeir væru »upphaf til kveðandi
þeirrar er saman heldur norrænum skáldskap, svo sem naglar
halda skipi saman er smiður gerir, og fer sundurlaust ella borð