Frón - 01.06.1944, Qupperneq 30

Frón - 01.06.1944, Qupperneq 30
92 Jón Helgason gefa þau. Hins vegar er það ekkert skilyrði til að biðja guð að maður eigi ráð á alls kyns gæðum. Jafnvel allslausir menn geta beðið guð, og gott hvort þeir hafa ekki einmitt verið bæn- heitastir allra. Sérhver íslenzkur ljóðasmiður mun minnast einhverra atvika þegar stuðlar og rím hafa knúið hann til að komast öðruvísi að orði en hann hefði helzt kosið, nota miðlungi gott orð í stað hins bezta. Þess mun jafnvel mega finna dæmi að skáld hafi látið stuðla teygja sig til að fullyrða það sem þau vildu í raun og veru aldrei sagt hafa. Mér þykir líklegt að séra Matthías Jochumsson hafi verið í tölu þeirra manna sem sárast hafi fundið til umkomuleysis og einstæðingsskapar íslenzku þjóðarinnar. »Eitt er landið ægi girt yzt á Ránar slóðum, fyrir löngu litils virt, langt frá öðrum þjóðum. Um þess kjör og aldarfar aðrir hægt sér láta, sykki það í myrkan mar mundu fáir gráta«. Enginn þarf að ímynda sér að höfundur þessa raunalega erindis hafi gert sér háar hugmyndir um veg íslendinga í öðrum löndum. En hvað skeður? Séra Matthías þýðir kvæði Grundtvigs um móðurmálið og snýr því upp á íslenzku, og þá bregður skyndilega svo við að tungumál hins ægi girta lítilsvirta lands er orðið frægast í heimi: Móðurmál vort við fossa og fjöll, þín frægð ber af sérhverri tungu. Séra Matthías vissi ofboð vel að frægð íslenzkunnar er sú að- hana tala um 100 000 manna, og í mesta lagi aðrar 100 000 vita að hún er til. En hér þurfti f í höfuðstaf, og skáldið sagði vísvitandi stórkostleg ósannindi. Eða ef til vill reyndi hann að friða samvizku sína með því að frægð og ágæti væru náskyld hugtök, og mætti því nota orðið sem almennt lofsyrði. Fullyrð- ingin væri samt í hæpnasta lagi. Og öllum málnotendum, skáldum jafnt og öðrum, ætti að geta komið saman um að meiri þörf er að hvessa og skerpa merkingar orðanna en að gera þær Ioðnar og óskýrar. Yfirleitt hygg ég að við höfum fram til þessa sopið seyðið af þeim illu áhrifum sem rimur og vikivakakvæði með sínum óhófsama dýrleik höfðu á málsmekk manna. öllu mátti, ef svo bar undir, fórna fyrir hljóminn; merkingar orðanna mátti teygja eins og hrátt skinn, jafnvel færa myndir þeirra úr lagi. Einnig eftir að dýrleikakröfur linuðust virðist mér þess gæta meir hjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.