Frón - 01.06.1944, Side 39

Frón - 01.06.1944, Side 39
Lok sambandsmálsins 101 semdar þess að hitt ríkið skuli lengja samningstímann fram yfir umsaminn frest og stofna þannig ef til vill hagsmunamálum þjóðarinnar í háska. Allt annað en »samningar um endurskoðun sambandslaganna« eru vitanlega þeir samningar um ákveðin hagsmunamál sem hljóta að sigla í kjölfar sambandsslita; hér yrði einkum að ræða um samninga um tolla, um íslenzk handrit og fornminjar og um réttarstöðu þegna annars landsins i hinu. En eins og áður hefur verið sagt, hafa íslendingar fyrirfram veitt Dönum (þar með einnig Færeyingum) beztu aðstöðu sem á verður kosið, með því að gefa þeim forréttindi umfram alla aðra útlendinga. Við þessa greinargerð er litlu að bæta. Málið er nú útrætt af hálfu Islendinga, og ekki ástæða til að halda áfram frekari umræðum um það hér. Hafnar-íslendingar hafa áður látið í ljósi óskir sínar um að þjóðerniskröfum íslendinga mætti verða fullnægt í bróðerni og samkomulagi við Dani, eins og gerð hefur verið grein fyrir í Fróni í fyrra. íslendingar hér í landi eru efalaust yfirleitt þessum óskum fylgjandi, engu síður nú en áður. Margir málsmetandi menn heima á íslandi hafa tekið í sama streng, og þær deilur sem um málið hafa orðið hafa fengið því áorkað, að lokasamþykktir Alþingis tóku meira tillit til sjónarmiða Dana en ætlazt var til í fyrstu. Priggja ára upp- sagnarfresti sambandslaganna er hlítt, og réttarstaða danskra þegna gagnvart íslendingum er í engu skert þangað til samning- um verður við komið. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur tekið af öll tvímæli um vilja Islendinga í þessu máli, þar sem kjósenda- þátttaka og meirihluti sá sem fylgdi sambandsslitum fór langt fram úr þeim kröfum sem gerðar voru í 18. grein sambánds- laganna, en þær kröfur hefur jafnvel Berlin prófessor talið ósanngjarnar og lítt framkvæmanlegar. Pó að við íslendingar sem hér dveljumst hefðum óskað þess, að endalok þessa máls hefðu náðst með öðrum hætti, þá getum við ekki með öllu vísað á bug þeirri skoðun þings og stjórnar að óheppilegt gæti verið að fresta sambandsslitum um óákveðinn tíma, einkum þar sem stjórnarfari Danmerkur er svo komið, að útséð er um að nokkrar viðræður við dönsk stjórnarvöld geti farið fram fyrr en að striðinu loknu. Ef til vill er það of mikil bjartsýni að vænta þess að Danir láti sér skiljast sjónarmið íslendinga í þessu máli eða að

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.