Frón - 01.06.1944, Qupperneq 41
Lok sambandsmálsins
103
veldi með þingbundinni stjórn«. Pær greinar fyrri stjórnarskrár
sem snerust um konung og valdsviS hans falla því sumpart burt,
en sumpart kemur »forseti« í stað »konungs«. Nýjar eru að
sjálfsögðu þær greinar sem fjalla um kosningu forseta og nánari
takmarkanir á valdi hans. Hér skulu markverðustu ákvæðin
tilfærS orSrétt.
»3. gr. Forseti íslands skal vera þjóSkjörinn.
4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maSur,
sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, aS frá-
skildu búsetuskilyrSinu [þ. e. a. s. hefur íslenzkan ríkisborgara-
rétt, óflekkaS mannorS og er fjár síns ráSandi].
5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af
þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa
meSmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá,
sem flest fær atkvæSi, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjör-
inn forseti. Ef aðeins einn maSur er í kjöri, þá er hann rétt
kjörinn án atkvæðagreiðslu. AS öSru leyti skal ákveSa meS
lögum um framboS og kjör forseta, og má þar ákveSa, aS tiltekin
tala meSmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlut-
falli við kjósendatölu þar.
6. gr. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí aS
4 árum liSnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði þaS
ár, er kjörtímabil endar.
7. gr. Nú deyr forseti eSa lætur af störfum, áður en kjör-
tíma hans er lokiS, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á
fjórSa ári frá kosningu.
8. gr. Nú verSur sæti forseta lýSveldisins laust eSa hann
getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúk-
leika eSa af öSrum ástæSum, og skulu þá forsætisráSherra, for-
seti sameinaSs Alþingis og forseti hæstaréttar fara meS forseta-
vald. Forseti sameinaSs Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef
ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.
9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaSur né
hafa meS höndum launuS störf í þágu opinberra stofnana eða
einkaatvinnufyrirtækja. ÁkveSa skal meS lögum greiSslur af
ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara meS forsetavald. Óheimilt
skal aS lækka greiSsIur þessar til forseta kjörtímabil hans«.
í 11. grein er heimilaS aS víkja forseta frá embætti, ef 3/í
hlutar þingmanna hafa krafizt þess og sú krafa hefur veriS