Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 56

Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 56
118 Orðabelgur annaS að finna en ævisöguágrip einstakra manna. Á löngum köflum eru ævisagnabrotin svo þurr og stuttaraleg, aS þau eru lítiS annaS en hrein og bein upptalning lítt merkilegra smáatriSa. Pær tilraunir til yfirlits sem koma fyrir á stöku staS eru bæSi of fáar og ná allt of skammt til þess aS úr öllum þessum sparSatíningi skapist nokkur heildarmynd af sögu þjóSarinnar á 17. öld. Sá kafli bókarinnar sem bezt er saminn og rækilegastur, eru fyrstu 100 blaSsíSurnar, þar sem lýst er stjórnmálaástandinu í upphafi aldarinnar, Oddi biskupi Einarssyni, lögmönnum og fulltrúum konungs fram um 1630. En allur þessi kafli er tekinn aS mestu orSréttur úr annarri bók, úr Mönnum og menntum sama höfundar. 1 þeirri bók var sú sagnaritunaraSferS sem hér er beitt a. m. k. skiljanleg, ef ekki eSlileg, en þaS mætti virSast liggja í augum uppi, aS svo er ekki, þegar um heildarsögu lands og þjóSar er aS ræSa. Auk þess ber þessi kafli afgang bókarinnar ofurliSi, eins og bezt sést á því aS hann nær aSeins yfir fyrstu 30 ár aldarinnar, en er helmingur allrar stjórnmálasögunnar aS fyrirferS. Loks mætti benda á, aS þó aS Menn og menntir sé góS bók og gagnleg um marga hluti, þá ætti ekki aS vera loku fyrir þaS skotiS aS hagnýta sér þær niSurstöSur, sem höfundur hennar hefur komizt aS, á annan hátt en aS prenta beinlínis upp úr henni alla þá kafla sem hægt var aS koma aS. Slík vinnu- brögS hljóta aS vekja óþægilegan grun um aS höfundi hafi veriS mest í mun aS ljúka verkinu sem fyrst án of mikillar fyrirhafnar. Þegar þeim tíma sleppir sem Menn og menntir fjalla um, verSur ævisögustíllinn enn greinilegri og þurrari. Þarna koma koll af kolli ævisögur allra biskupa og lögmanna, ásamt helztu æviatriSum danskra konungsfulltrúa. 1 allri þessari mannfræSi mætti nú ætla aS einhver tilraun væri gerS til aS gera grein fyrir valdi íslenzku höfSingjastéttarinnar, þó ekki væri nema aS lýsa því hvaSa ættir fóru helzt meS auS og völd á 17. öld. En ekkert orS sést í þessa átt, því síSur aS reynt sé aS skýra breytingu þá á afstöSu höfSingja til konungsvaldsins, sem ágerist smátt og smátt á öldinni, efnarýrnun og almenna hnignun hinna gömlu höfSingjaætta. Allt þetta hefSi þó veriS þarfara og fróS- legra en meginiS af þeim smáatriSum sem til eru tínd úr ævisögum embættismanna. Annar meginþáttur bókarinnar, Menning og menntir, er ennþá áþreifanlegra dæmi um þaS hvernig ekki á aS skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.