Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2016, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 03.12.2016, Qupperneq 78
þessum tíma nýlega tekið ákvörð- un um að selja það. Ása Dóra hafði rekið gistiheimilið með manni sínum, Magnúsi Kristjáni Björns- syni, sem lést í fyrrasumar þegar Jón Hákon BA-60 fórst úti fyrir Aðalvík á Hornströndum. „Það var mikið áfall fyrir mig, því það má segja að ég hafi ekki bara misst ástina mína og maka, heldur líka samstarfsmann, besta vin og fé- laga. Við hlógum stundum mikið yfir því hvað við værum létt- klikkuð, því við vorum samstíga í því sem okkur datt í hug að gera þrátt fyrir að flestum þætti það galið. Það gerðist margt gott og skemmtilegt á þeim tíma sem við áttum saman og eiginlega ótrúlegt að það hafi bara verið fjögur ár.“ Í kjölfarið á andláti Magnús- ar rifjuðust upp önnur áföll og at- burðir sem Ása Dóra hefur orðið fyrir í lífinu og aldrei unnið úr heldur bara haldið einhvern veginn áfram. Að þessu sinni fannst henni hún algjörlega buguð og var nán- ast búin að missa allan lífskraft. Ása Dóra fékk því mánaðardvöl í febrúar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði sem gerði henni nokk- uð gott. „Ég átti svo bókaðar tvær vikur í viðbót í Hveragerði sem ég ætlaði að taka í október. Ég afpant- aði dvölina og ákvað að ganga átta hundruð kílómetra í staðinn,“ segir hún og skellir upp úr. SKYNDIHUGDETTA FRAM- KVÆMD Ása Dóra tók vel í hugmynd Ein- ars um að ganga Jakobsveginn en hafði litla hugmynd um hvað málið snerist um og hélt að þetta væru kannski tvö til þrjú hund ruð kílómetrar sem gengnir væru á tveimur til þremur vikum. „Þegar ég fór að lesa mér til komst ég að því að þetta var heldur betur að- eins meira, eða um átta hundruð kílómetrar og mér leist fyrst ekk- ert á blikuna! Eftir smá spjall við Einar, ákvað ég að drífa mig og markmiðið var að ganga þangað til mig langaði ekki að ganga meira, hvort sem það yrðu tveir dagar eða tvö hundruð kílómetrar. Mér datt ekki í hug að ég myndi klára þetta en held samt að undir niðri hafi ég verið að vonast til þess, en ákveð- ið að slá þennan varnagla.“ Ferðin var að sögn Ásu Dóru lítið og seint skipulögð og eiginlega hægt að segja að hún hafi verið skyndihugdetta sem hún skellti sér í að framkvæma. Spurð hvort ferð- in hafi verið eins og hún hafi búist við segist hún eiginlega ekki alveg hafa vitað út í hvað hvað hún var að fara. „Ég hlakkaði til að fara út, breyta um umhverfi og fá að ein- beita mér að því sem ég þyrfti að gera til að komast áfram og að því leyti var ferðin eins og ég bjóst við. Mér fannst forréttindi að fá Ása Dóra var óvön göngum áður en hún lagði af stað. Henni tókst hins vegar að fara alla leið þrátt fyrir að hafa ekki mikla trú á því í upphafi. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Margt var um manninn á sumum gisti- staðanna sem Ása Dóra gisti á. EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 að lifa svona einföldu lífi þennan tíma sem það tók mig að ganga og kannski var það að einhverju leyti ástæðan fyrir því að ég hélt áfram, þarna var maður einhvern veginn verndaður frá því að takast á við „alvöru“ lífið,“ segir hún hugsi og bætir við: „Kannski hélt ég að ég fengi hugljómun og svör við öllum mínum spurningum á göngunni. Svörin eiga kannski eftir að koma til mín en ég held að ég sé ekki farin að sjá lengra inn í framtíð- ina en ég gerði áður en ég fór út. Ég hef þó þá trú að eitthvað gott og skemmtilegt komi til mín.“ KOM SJÁLFRI SÉR Á ÓVART Það kom Ásu Dóru virkilega á óvart í ferðinni hvað hún í raun er fær um að gera. „Ég gat gengið í um fjörutíu daga af þeim 45 sem ferðin tók mig, frá fimm kílómetr- um upp í hátt í fjörutíu kílómetra þá daga sem ég gekk. Sætt mig við kulda og rigningu, svita og hita í sólinni sem þó oftast var notaleg. Að búa um mig í svefnskála með fullt af öðru fólki í kojum, stund- um efri koju, oftast neðri samt. þola hrotur, alls konar lykt úti og inni, misgóð þrif á vistarverum og alls konar umhverfi á leiðinni, sturtur sem stundum eru fyrir bæði kynin, oftast enga aðstöðu til að geyma fötin sín án þess að þau blotni og ömurlegt handklæði. Vakna svo fyrir allar aldir þegar fólk byrjaði að pakka og drífa sig út og fara út að ganga, með stöð- uga verki í fótunum alla daga sem versnuðu bara eftir því sem lengra var gengið og voru verstir á nótt- unni. Þetta get ég allt og meira til! Ég á líka örugglega eftir að segja við sjálfa mig þegar ég tekst á við erfið verkefni hér eftir: „Ég gekk átta hundruð kílómetra, ég hlýt að geta þetta!““ lýsir Ása Dóra stolt í bragði. Ása Dóra segir að það sem erf- iðast hafi verið fyrir utan göng- una sjálfa var hve hún saknaði oft fjölskyldu og vina. Stundum hafi komið upp hjá henni efasemdir um hvað hún væri eiginlega að þvæl- ast þarna í staðinn fyrir að verja tímanum með þeim. „Ég missti til dæmis af brúðkaupi dóttur Magga sem mér fannst mjög erfitt og skírn hjá syni hans. Eftir á að hyggja er ég glöð yfir að ég kláraði gönguna og held að allir hafi sýnt því skilning.“ VINIR TIL FRAMTÍÐAR Hún nefnir að samskiptin við fólk- ið sem hún kynntist á leiðinni og vinskapurinn sem myndaðist á stuttum tíma hafi verið það eftir- minnilegasta við ferðina. „Fólk- ið sem ég kynntist á leiðinni frá ýmsum löndum er eitt það besta við ferðina. Ég gekk með þeim og hitti á gististöðunum, spjallaði, dansaði, hló og grét með þeim, öskraði og söng! Ég er örugglega búin að eignast nokkra góða vini til framtíðar,“ segir Ása Dóra sem var einmitt stödd í Madrid hjá fólki sem hún gekk með fyrstu dagana þegar viðtalið var tekið, en þau buðu henni að koma í heimsókn til sín áður en hún færi heim aftur. Auk þess lærði hún líka nokk- ur orð í spænsku, kynntist borgum og þorpum sem hún hefði tæplega heimsótt, sá vínakra og smakk- aði vínberin. „Mér finnst líka frá- bært hvað ég hef styrkst og feng- ið meira þrek og ekki er verra að þegar ég fann loksins vigt til að stíga á, sýndi hún um ellefu kíló- um minna en vigtin mín heima áður en ég lagði af stað,“ segir hún brosandi og bætir við að hún geti ekki hætt að hreyfa sig núna. „Ég hlakka virkilega til að ganga og jafnvel hlaupa – án bakpoka.“ DÝRMÆT UPPLIFUN Það allra dýrmætasta sem Ása Dóra upplifði á leiðinni var að hún náði að sleppa takinu á mannin- um sínum. „Ég sætti mig við að ég get ekki breytt því að hann er far- inn, þó að ég eigi eftir að syrgja hann alla tíð. Hágrátandi í helli- rigningu á toppi leiðarinnar yfir Pýreneafjöllin. Einhvern veginn fannst mér hann samt vera með mér alla leið, enda hefði þetta átt vel við hann. Ég sá hann oft fyrir mér og það var eins og hann hvetti mig áfram á erfiðu köflunum.“ Ása Dóra leyfði vinum og fjöl- skyldu að fylgjast með sér á sam- skiptamiðlum á leið sinni og segir hún það hafa hjálpað sér yfir erf- iðustu hjallana. „Það hjálpaði mér svo sannarlega og ég er ofboðs- lega þakklát öllum sem fylgdust með mér og hvöttu mig áfram. Og ég þakka líka Einari enn og aftur fyrir að benda mér á að ganga Jak- obsveginn. Ég kem úr þessari ferð með miklu meiri trú á sjálfa mig og vissu um hvað ég get.“ Kannski hélt ég að ég fengi hugljómun og svör við öllum mínum spurningum á göngunni. Svörin eiga kannski eftir að koma til mín en ég held að ég sé ekki farin að sjá lengra inn í framtíðina en ég gerði áður en ég fór út. Ása Dóra Finnbogadóttir 3 . D E S E M B E R 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R12 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ K Y N I N G A R B L A Ð ∙ H E L G I N 0 3 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :0 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 B -C B D C 1 B 8 B -C A A 0 1 B 8 B -C 9 6 4 1 B 8 B -C 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.