Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 278. tölublað 103. árgangur
TENDRUM LJÓSIN
Á LAUGARDAGINN KL 14
NÝJAR JÓLA-
HEFÐIR SKAPAST
Í MATARGERÐ
AUKABLAÐ
UM FERÐA-
ÞJÓNUSTU
11 ÁRA GÖMUL
OG SYNGUR
EINS OG ENGILL
VIÐSKIPTAMOGGINN LAUGARDALSHÖLL 112JÓLAMATUR 72-82
Nemendur Giljaskóla á Akureyri skipta á milli sín því
skemmtilega verkefni að hugsa um þrettán hænur sem
búa í skólanum. Hænurnar voru áður á dvalarheimilinu
Hlíð þar sem íbúar og starfsmenn sinntu þeim og þangað
fara þær á ný í vor þegar skólabörnin halda í sumarfrí.
Hænurnar gefa 8-12 egg á dag, sem nemendur nota í
heimilisfræðitímum í skólanum. Anton Orri Hjaltalín
hefur afar gaman af hænunum eins og fleiri. »38
Óvenjuleg sambúð á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eggjabændur í Giljaskóla
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra segir að breytt og
eflt landamæraeftirlit hér á landi
sé í skoðun hjá þar til bærum yf-
irvöldum. Ytri landamæri, sem séu
forsenda Schengen-samstrfsins,
séu hætt að virka í sumum löndum
Evrópu, innan Schengen-svæðisins.
Eðlilegt að það sé skoðað
Forsætisráðherra segir í samtali
við Morgunblaðið í dag spurður
hvort efla beri landamæraeftirlit
hér á landi vegna þess ástands sem
skapast hafi í Evrópu, í kjölfar
hryðjuverkaárásanna í París:
„Þar til bær yfirvöld eru að
skoða þann möguleika og ég tel
eðlilegt að það sé skoðað. Það segir
sig í rauninni sjálft að þegar ytri
landamæri þessa svæðis, sem átti
að heita að vera opið innbyrðis,
virka ekki breytir það forsendum
um opin innri landamæri. Við get-
um auðvitað ekki verið í þeirri
stöðu hér á Íslandi að það sé alveg
opið hingað frá tilteknum löndum í
Evrópu á meðan það er lokað á
straum frá þessum sömu löndum
annars staðar í Evrópu.“
Sérkennileg umræða
Forsætisráðherra segir um-
ræðuna um Schengen hér á landi
sérkennilega, þar sem sumir líti
einfaldlega framhjá því sem raun-
verulega sé að gerast á Schengen-
svæðinu nú. Horft hafi verið
framhjá ummælum helstu tals-
manna Schengen-samkomulagsins í
Evrópu, sem hver á fætur öðrum
hafi stigið fram og sagt „að
Schengen-samkomulagið sé komið
á fremsta hlunn með að vera
ónýtt“.
Sigmundur Davíð hefur ekki
áhyggjur af því að upplýsinga-
streymi lögregluyfirvalda frá lönd-
um á Schengen-svæðinu til Íslands,
verði takmarkaðra en það er nú, ef
Ísland hyrfi úr Schengen. Um sé
að ræða upplýsingar sem menn
hafi hag af að deila með öðrum
ríkjum.
Hert eftirlit í skoðun
Forsætisráðherra gagnrýnir umræðuna um Schengen hér á landi og segir
ákveðna menn horfa framhjá staðreyndum um það sem sé að gerast í Evrópu
MYtri landamæri »6
Ferð án fyrirheits »52, 54, 56
Nýr kostur í hótelgistingu hefur
bæst við ört stækkandi hótelflóru
miðbæjarins. Hótel Marina hefur
opnað nýtt sjö herbergja íbúða-
hótel, Hótel Marina Residence. Um
er að ræða sjö svítur, sex 40 fm og
eina 75 fm, í tveimur gömlum hús-
um við hlið hótelsins á Mýrargötu.
Húsin hafa verið gerð upp frá
grunni en þó í sinni upprunalegu
ásýnd að utan. Gistingunni fylgir
einkaþjónn og alls kyns dekur og
lúxus sem er persónulega sniðinn
að hverjum gesti. »18
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baðherbergi Svart og hvítt og óvenjulegt.
Íburðarmikið íbúða-
hótel í miðbæinn
Skáldsaga
Jóns Kalmans
Stefánssonar,
Fiskarnir hafa
enga fætur, hlaut
í gærkvöldi eftir-
sótt bókmennta-
verðlaun í
Frakklandi, sem
besta erlenda
skáldsagan sem
kom út þar í
landi á árinu. Verðlaunin veitti virt
bókmenntatímarit, LIRE, og voru
þau afhent við hátíðlega athöfn í
Grand Palais í París í gær þar sem
valin voru bestu nýju verkin í hin-
um ýmsu flokkum bókmennta.
Bók Jóns Kalmans
best í Frakklandi
Jón Kalman
Stefánsson
Rúmlega 72% allra þeirra sem
leyfi hafa til leigubifreiðaaksturs á
höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík
starfa undir merkjum Hreyfils
Bæjarleiða. Af þeim 513 leyfum sem
út eru gefin á svæðinu eru 372 tengd
fyrirtækinu. Umsvifamesti keppi-
nauturinn hefur aðeins 60 leyfum til
að dreifa, en það er Bifreiðastöð
Reykjavíkur.
Hreyfill er samlagsfélag og átti
rúmar 315 milljónir í handbæru fé
um síðustu áramót. Hagnaður þess
2014 nam 77,5 milljónum. »Viðskipti
Hreyfill er ráðandi
á leigubílamarkaði
Mannbjörg varð þegar eldur kom
upp í smábátnum Brandi VE
skammt austan við Vestmannaeyjar
í eftirmiðdaginn í gær. Gunnlaugur
Erlendsson var einn um borð og úti
á þilfari að gera að afla þegar hann
sá mikinn eld í stýrishúsinu.
„Ég stökk til og ýtti björgunar-
bátnum í sjóinn og hann var enga
stund að blása upp. Skellti mér síðan
fyrir borð og ég var aðeins fáeinar
mínútur í bátnum því hjálpin barst
mjög fljótt,“ segir Gunnlaugur. Bæt-
ir hann við að enginn tími hafi gefst
til hræðslu fyrr en komið var í björg-
unarbátinn.
„Þá kannski fyrst greip mig ein-
hver ótti og að sjá Brand brenna tók
virkilega á mig,“ segir Gunnlaugur
Erlendsson um atburðarásina. Bát-
inn, sem Gunnlaugur hafði átt í hálft
annað ár, segir hann vera ónýtan.
Eldupptök eru ókunn. »4
Ljósmynd/Tryggvi Sigurðsson
Bruni Brandur VE er ónýtur eftir
eldsvoðann. Upptökin eru ókunn.
Hjálp barst
mjög fljótt