Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Leikandi jólagjöf Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður unga sem aldna, enda ávísun á upplifun og ævintýri. Hafðu samband við miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is Töfrastund sem gleymist seint. 19 50 -2 01 5 ÞJ Ó Ð LE IK H Ú SI Ð 65 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta mál var bara að koma inn á borð hjá okkur í dag og er til skoðunar. Ég get á þessu stigi ekkert sagt um það hvort útflutningur þessa frímerkjasafns sé óheimill vegna lagaákvæða,“ sagði Agnes Stefánsdóttir hjá Minjastofnun Íslands í samtali við Morgunblaðið í gær. Verðmætasta frímerkjasafn á Íslandi verður boðið upp hjá Postiljonen í Malmö í Svíþjóð í mars á næsta ári og hefur þegar ver- ið flutt úr landi. Vangaveltur hafa ver- ið um það hvort sala safnsins erlendis brjóti gegn ákvæðum laga um útflutn- ing menningarverðmæta. „Við gerum okkur vonir um að safnið seljist á 500 til 600 þúsund evr- ur, fari ekki undir 75 milljónir ís- lenskra króna,“ sagði Steinar Eyþórs- son, starfsmaður Postiljonen, sem er stærsta frímerkjauppboðshús Norðurlanda. Þéttur hópur rosk- inna áhugamanna um frímerki víðs vegar að úr heim- inum sækir uppboð fyrirtækisins. Frímerkjasafnið sem verður boðið upp er í eigu erf- ingja Indriða heitins Pálssonar, fyrrum forstjóra Skelj- ungs, sem lést fyrr á þessu ári. Indriði var víðkunnur fyrir einstakt safn gamalla íslenskra frímerkja sem hann hafði safnað á löngu árabili. „Við höfum aldrei lent í vandræðum með sölu á frí- merkjum frá Íslandi,“ segir Steinar. „Ég hef enga trú á því að þetta safn falli undir ákvæða laganna um útflutn- ing menningarminja. Flest í safninu var reyndar keypt í útlöndum og hafði lengst af verið utanlands.“ Í lögunum segir að ekki megi flytja úr landi menn- ingarminjar sem teljist til þjóðarverðmæta nema með samþykki ráðherra. Til þjóðarverðmæta teljist hvers konar munir, gripir, myndir, skjöl, handrit og bækur í eigu opinberra stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka eða einstaklinga sem hafi sérstaka þýðingu fyrir íslenska þjóðmenningu. Agnes Stefánsdóttir segir að orðalag lag- anna sé vissulega matskennt. Yfirleitt séu mál leyst í góðu samkomulagi og stofnunin hafi heimilað útflutning fjölmargra hluta. Fyrir nokkrum árum stöðvaði Minja- stofnun þó fyrirhugað uppboð erlendis á verðmætri altarisbrík úr bændakirkju í Eyjafirði. Hún hafði ekki verið flutt úr landi. Vonast til að fá 75 milljónir eða meira fyrir safnið  Einstakt safn íslenskra frímerkja á uppboði í Svíþjóð Uppboð Auglýsing um frímerkjasafn Indriða Pálssonar á vef sænska uppboðshússins Postiljonen í Malmö. Agnes Stefánsdóttir Forsætisráðherra leggur áherslu á það í máli sínu að í Evrópu innan Schengen-svæðisins sé verið að auka landamæraeftirlit. „Svo ég skýri mál mitt, án þess að nefna eitthvert tiltekið land, getum við sagt að búið sé að loka á streymi frá landi A í Evrópu, til landa B og C, grann- landa A. Það gengur vitanlega ekki að þannig sé áfram opið streymi frá landi A til Íslands. Það gæti augljóslega haft af- leiðingar fyrir okkur, þannig að við þyrftum þá að huga að því, rétt eins og land B og C, að taka upp sérstakt eftirlit með fólki sem kæmi hingað frá landi A. Við getum einfaldlega ekki leyft okkur að líta framhjá þró- uninni í Evrópu og því að þar sé í auknum mæli verið að taka upp eftirlit á landamærum,“ segir Sigmundur Davíð. Loks segir forsætisráðherra: „Ákveðnir menn hafa reynt að láta umræðuna hér á landi um þetta mikilvæga málefni snúast um allt annað en staðreyndir málsins, eða þeir hafa látið í ljós þá skoð- un að það sé á ein- hvern hátt óviðeig- andi að ræða þessa hluti. Það er nálgun sem menn geta ekki leyft sér að við- hafa í alþjóða- samstarfi.“ Nálgun sem menn geta ekki leyft sér FORSÆTISRÁÐHERRA UM ALÞJÓÐASAMSTARF VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra segir að vel geti komið til þess að Ísland verði að breyta því hvernig landamæraeftirliti og vega- bréfaskoðun sé háttað hér á landi. Forsætisráðherra kveðst í samtali við Morgunblaðið telja það hafa ver- ið sérkennilegt að fylgjast með um- ræðunni um Schengen hér á landi og þá vá sem gæti steðjað að Evrópu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París. Horfa framhjá staðreyndum „Sérkennilegt segi ég, vegna þess að í umræðunni hér á Íslandi virðast sumir einfaldlega líta framhjá því sem er raunverulega að gerast í Schengen þessa dagana,“ segir Sig- mundur Davíð, „og þar á ég ekki síst við að horft hefur verið framhjá um- mælum, ekki bara þeirra sem hafa haft efasemdir um Schengen í gegn- um tíðina, heldur líka þeirra sem hafa verið helstu talsmenn Schengen á Schengen-svæðinu í Evrópu. Þeir hafa hver á fætur öðrum stigið fram til þess að segja að Schengen-sam- komulagið sé komið á fremsta hlunn með að vera ónýtt.“ Forsætisráðherra segir að um- ræðan hér á landi sé með allt öðrum hætti en í Evrópu. „Það má benda á staðreyndir sem menn hafa horft framhjá í umræðunni hér á landi. Staðreyndir eins og þær að það er verið að taka upp landamæraeftirlit víða á milli ríkja innan Evrópusam- bandsins og staðreyndir eins og þær að ytri landamærin, forsenda Schengen-samstarfsins, eru ekki að virka eins og skyldi. Þá, engu að síður, stökkva nokkrir góðkunningjar fram og láta eins og þeir sem eru að benda á þessar stað- reyndir séu að halda einhverju fram sem standist ekki skoðun,“ sagði Sig- mundur Davíð. Hann segir að hvað sem mönnum kunni að hafa þótt um Schengen- samstarfið, haft trú á því eða ekki, blasi það við „að allt það sem sam- starfið snerist um er einfaldlega í hættu eða hætt að virka. Þá er bara tvennt í stöðunni: Annaðhvort laga menn það eða þetta fyrirkomulag dettur upp fyrir,“ segir Sigmundur Davíð. Upplýsingastreymi óbreytt Hann kveðst aldrei hafa haft sterka sannfæringu fyrir þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu. „Það sem yfirleitt hefur verið notað sem röksemd fyrir Schengen-sam- starfinu er að það auðveldi ferðalög innan svæðisins og í öðru lagi auð- veldi það upplýsingaskipti lögreglu á milli landa á svæðinu. Mér fannst lítil sem engin breyting verða, nema þá kannski til hins verra, með það hversu auðvelt væri að ferðast og ég get ekki ímyndað mér annað en lög- regluyfirvöld í Evrópu haldi áfram að skiptast á upplýsingum þótt Schengen-samstarfinu ljúki. Það verður engin breyting á því, vegna þess að hér er um að ræða upplýs- ingar sem menn hafa hag af að deila með öðrum ríkjum á Schengen- svæðinu.“ Forsætisráðherra bendir á að upplýsingaskipti lögregluyfirvalda í Bretlandi við lögregluyfirvöld ann- ars staðar í Evrópu séu mjög góð og þar breyti engu að Bretar séu ekki aðilar að Schengen-samstarfinu. Sama eigi við um Ísland, sem sé í góðum upplýsingaskiptum og sam- starfi við hin Norðurlandaríkin, Int- erpol, Europol, Bretland og Evrópu- löndin sem séu innan Schengen. Alþjóðavædd glæpastarfsemi „Það er orðið nauðsynlegt, þegar glæpastarfsemi er orðin eins al- þjóðavædd og raun ber vitni, að lög- regla í hinum ólíku ríkjum hafi með sér samstarf og skiptist á upplýsing- um. Það er ekki eins og menn sæju sér hag í því eða það væri raunhæft að loka á upplýsingastreymi á milli lögregluyfirvalda, hvað sem líður Schengen-samstarfinu. Framtíð Schengen-samstarfsins er óráðin. Það er ekki bara mín skoð- un, ég tel ástæðu til þess að árétta það. Þetta erum við að sjá gerast í Evrópu og þetta er það sem forystu- menn Evrópusambandsins eru sjálf- ir að segja. Þetta þýðir að við Íslend- ingar þurfum að fylgjast með þessari þróun og vera reiðubúin að laga okk- ur að þeim breytingum sem kunna að verða,“ segir Sigmundur Davíð. Hann er spurður hvort hann telji að á meðan þetta ástand vari og ótti við hryðjuverkavá ríki um alla Evr- ópu þurfi að efla landamæraeftirlit hér á landi. „Þar til bær yfirvöld eru að skoða þann möguleika og ég tel eðlilegt að það sé skoðað. Það segir sig í rauninni sjálft að þegar ytri landamæri þessa svæðis, sem átti að heita að vera opið inn- byrðis, virka ekki breytir það forsendum um opin innri landamæri. Við getum auðvitað ekki verið í þeirri stöðu hér á Íslandi að það sé alveg opið hingað frá tilteknum löndum í Evrópu á með- an það er lokað á straum frá þessum sömu lönd- um annars staðar í Evr- ópu.“ Ytri landamærin eru hætt að virka  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kveðst aldrei hafa haft sterka sannfæringu fyrir þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu Hert landamæraeftirlit er til skoðunar hjá yfirvöldum Morgunblaðið/Sverrir Vegabréfaeftirlit Til skoðunar er hjá þar til bærum yfirvöldum að herða landamæraeftirlit, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.