Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Leikandi
jólagjöf
Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður
unga sem aldna, enda ávísun á
upplifun og ævintýri.
Hafðu samband við miðasölu
Þjóðleikhússins í síma 551 1200
eða á midasala@leikhusid.is
Töfrastund sem gleymist seint.
19
50
-2
01
5
ÞJ
Ó
Ð
LE
IK
H
Ú
SI
Ð
65
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þetta mál var bara að koma inn á borð hjá okkur í dag
og er til skoðunar. Ég get á þessu stigi ekkert sagt um
það hvort útflutningur þessa frímerkjasafns sé óheimill
vegna lagaákvæða,“ sagði Agnes Stefánsdóttir hjá
Minjastofnun Íslands í samtali við
Morgunblaðið í gær. Verðmætasta
frímerkjasafn á Íslandi verður boðið
upp hjá Postiljonen í Malmö í Svíþjóð
í mars á næsta ári og hefur þegar ver-
ið flutt úr landi. Vangaveltur hafa ver-
ið um það hvort sala safnsins erlendis
brjóti gegn ákvæðum laga um útflutn-
ing menningarverðmæta.
„Við gerum okkur vonir um að
safnið seljist á 500 til 600 þúsund evr-
ur, fari ekki undir 75 milljónir ís-
lenskra króna,“ sagði Steinar Eyþórs-
son, starfsmaður Postiljonen, sem er stærsta
frímerkjauppboðshús Norðurlanda. Þéttur hópur rosk-
inna áhugamanna um frímerki víðs vegar að úr heim-
inum sækir uppboð fyrirtækisins.
Frímerkjasafnið sem verður boðið upp er í eigu erf-
ingja Indriða heitins Pálssonar, fyrrum forstjóra Skelj-
ungs, sem lést fyrr á þessu ári. Indriði var víðkunnur
fyrir einstakt safn gamalla íslenskra frímerkja sem hann
hafði safnað á löngu árabili.
„Við höfum aldrei lent í vandræðum með sölu á frí-
merkjum frá Íslandi,“ segir Steinar. „Ég hef enga trú á
því að þetta safn falli undir ákvæða laganna um útflutn-
ing menningarminja. Flest í safninu var reyndar keypt í
útlöndum og hafði lengst af verið utanlands.“
Í lögunum segir að ekki megi flytja úr landi menn-
ingarminjar sem teljist til þjóðarverðmæta nema með
samþykki ráðherra. Til þjóðarverðmæta teljist hvers
konar munir, gripir, myndir, skjöl, handrit og bækur í
eigu opinberra stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka eða
einstaklinga sem hafi sérstaka þýðingu fyrir íslenska
þjóðmenningu. Agnes Stefánsdóttir segir að orðalag lag-
anna sé vissulega matskennt. Yfirleitt séu mál leyst í
góðu samkomulagi og stofnunin hafi heimilað útflutning
fjölmargra hluta. Fyrir nokkrum árum stöðvaði Minja-
stofnun þó fyrirhugað uppboð erlendis á verðmætri
altarisbrík úr bændakirkju í Eyjafirði. Hún hafði ekki
verið flutt úr landi.
Vonast til að fá 75 milljónir
eða meira fyrir safnið
Einstakt safn íslenskra frímerkja á uppboði í Svíþjóð
Uppboð Auglýsing um frímerkjasafn Indriða Pálssonar
á vef sænska uppboðshússins Postiljonen í Malmö.
Agnes
Stefánsdóttir
Forsætisráðherra leggur áherslu
á það í máli sínu að í Evrópu
innan Schengen-svæðisins sé
verið að auka landamæraeftirlit.
„Svo ég skýri mál mitt, án
þess að nefna eitthvert tiltekið
land, getum við sagt að búið sé
að loka á streymi frá landi A í
Evrópu, til landa B og C, grann-
landa A. Það gengur vitanlega
ekki að þannig sé áfram opið
streymi frá landi A til Íslands.
Það gæti augljóslega haft af-
leiðingar fyrir okkur, þannig að
við þyrftum þá að huga að því,
rétt eins og land B og C, að
taka upp sérstakt eftirlit með
fólki sem kæmi hingað frá landi
A. Við getum einfaldlega ekki
leyft okkur að líta framhjá þró-
uninni í Evrópu og því að þar sé
í auknum mæli verið að taka
upp eftirlit á landamærum,“
segir Sigmundur Davíð.
Loks segir forsætisráðherra:
„Ákveðnir menn hafa reynt að
láta umræðuna hér á landi um
þetta mikilvæga málefni
snúast um allt annað en
staðreyndir málsins, eða
þeir hafa látið í ljós þá skoð-
un að það sé á ein-
hvern hátt óviðeig-
andi að ræða
þessa hluti. Það
er nálgun sem
menn geta ekki
leyft sér að við-
hafa í alþjóða-
samstarfi.“
Nálgun sem
menn geta
ekki leyft sér
FORSÆTISRÁÐHERRA
UM ALÞJÓÐASAMSTARF
VIÐTAL
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra segir að vel geti komið
til þess að Ísland verði að breyta því
hvernig landamæraeftirliti og vega-
bréfaskoðun sé háttað hér á landi.
Forsætisráðherra kveðst í samtali
við Morgunblaðið telja það hafa ver-
ið sérkennilegt að fylgjast með um-
ræðunni um Schengen hér á landi og
þá vá sem gæti steðjað að Evrópu í
kjölfar hryðjuverkaárásanna í París.
Horfa framhjá staðreyndum
„Sérkennilegt segi ég, vegna þess
að í umræðunni hér á Íslandi virðast
sumir einfaldlega líta framhjá því
sem er raunverulega að gerast í
Schengen þessa dagana,“ segir Sig-
mundur Davíð, „og þar á ég ekki síst
við að horft hefur verið framhjá um-
mælum, ekki bara þeirra sem hafa
haft efasemdir um Schengen í gegn-
um tíðina, heldur líka þeirra sem
hafa verið helstu talsmenn Schengen
á Schengen-svæðinu í Evrópu. Þeir
hafa hver á fætur öðrum stigið fram
til þess að segja að Schengen-sam-
komulagið sé komið á fremsta hlunn
með að vera ónýtt.“
Forsætisráðherra segir að um-
ræðan hér á landi sé með allt öðrum
hætti en í Evrópu. „Það má benda á
staðreyndir sem menn hafa horft
framhjá í umræðunni hér á landi.
Staðreyndir eins og þær að það er
verið að taka upp landamæraeftirlit
víða á milli ríkja innan Evrópusam-
bandsins og staðreyndir eins og þær
að ytri landamærin, forsenda
Schengen-samstarfsins, eru ekki að
virka eins og skyldi.
Þá, engu að síður, stökkva nokkrir
góðkunningjar fram og láta eins og
þeir sem eru að benda á þessar stað-
reyndir séu að halda einhverju fram
sem standist ekki skoðun,“ sagði Sig-
mundur Davíð.
Hann segir að hvað sem mönnum
kunni að hafa þótt um Schengen-
samstarfið, haft trú á því eða ekki,
blasi það við „að allt það sem sam-
starfið snerist um er einfaldlega í
hættu eða hætt að virka. Þá er bara
tvennt í stöðunni: Annaðhvort laga
menn það eða þetta fyrirkomulag
dettur upp fyrir,“ segir Sigmundur
Davíð.
Upplýsingastreymi óbreytt
Hann kveðst aldrei hafa haft
sterka sannfæringu fyrir þátttöku
Íslands í Schengen-samstarfinu.
„Það sem yfirleitt hefur verið notað
sem röksemd fyrir Schengen-sam-
starfinu er að það auðveldi ferðalög
innan svæðisins og í öðru lagi auð-
veldi það upplýsingaskipti lögreglu á
milli landa á svæðinu. Mér fannst lítil
sem engin breyting verða, nema þá
kannski til hins verra, með það
hversu auðvelt væri að ferðast og ég
get ekki ímyndað mér annað en lög-
regluyfirvöld í Evrópu haldi áfram
að skiptast á upplýsingum þótt
Schengen-samstarfinu ljúki. Það
verður engin breyting á því, vegna
þess að hér er um að ræða upplýs-
ingar sem menn hafa hag af að deila
með öðrum ríkjum á Schengen-
svæðinu.“
Forsætisráðherra bendir á að
upplýsingaskipti lögregluyfirvalda í
Bretlandi við lögregluyfirvöld ann-
ars staðar í Evrópu séu mjög góð og
þar breyti engu að Bretar séu ekki
aðilar að Schengen-samstarfinu.
Sama eigi við um Ísland, sem sé í
góðum upplýsingaskiptum og sam-
starfi við hin Norðurlandaríkin, Int-
erpol, Europol, Bretland og Evrópu-
löndin sem séu innan Schengen.
Alþjóðavædd glæpastarfsemi
„Það er orðið nauðsynlegt, þegar
glæpastarfsemi er orðin eins al-
þjóðavædd og raun ber vitni, að lög-
regla í hinum ólíku ríkjum hafi með
sér samstarf og skiptist á upplýsing-
um. Það er ekki eins og menn sæju
sér hag í því eða það væri raunhæft
að loka á upplýsingastreymi á milli
lögregluyfirvalda, hvað sem líður
Schengen-samstarfinu.
Framtíð Schengen-samstarfsins
er óráðin. Það er ekki bara mín skoð-
un, ég tel ástæðu til þess að árétta
það. Þetta erum við að sjá gerast í
Evrópu og þetta er það sem forystu-
menn Evrópusambandsins eru sjálf-
ir að segja. Þetta þýðir að við Íslend-
ingar þurfum að fylgjast með þessari
þróun og vera reiðubúin að laga okk-
ur að þeim breytingum sem kunna að
verða,“ segir Sigmundur Davíð.
Hann er spurður hvort hann telji
að á meðan þetta ástand vari og ótti
við hryðjuverkavá ríki um alla Evr-
ópu þurfi að efla landamæraeftirlit
hér á landi.
„Þar til bær yfirvöld eru að skoða
þann möguleika og ég tel eðlilegt
að það sé skoðað. Það segir sig í
rauninni sjálft að þegar ytri
landamæri þessa svæðis, sem
átti að heita að vera opið inn-
byrðis, virka ekki breytir það
forsendum um opin innri
landamæri. Við getum
auðvitað ekki verið í
þeirri stöðu hér á Íslandi
að það sé alveg opið
hingað frá tilteknum
löndum í Evrópu á með-
an það er lokað á straum
frá þessum sömu lönd-
um annars staðar í Evr-
ópu.“
Ytri landamærin eru hætt að virka
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kveðst aldrei hafa haft sterka sannfæringu fyrir
þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu Hert landamæraeftirlit er til skoðunar hjá yfirvöldum
Morgunblaðið/Sverrir
Vegabréfaeftirlit Til skoðunar er hjá þar til bærum yfirvöldum að herða
landamæraeftirlit, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson