Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 |
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Á teikniborðinu eru nýir búvöru-
samningar sem gjörbylta núverandi
framleiðslukerfi. Samninganefndir
ríkis og bænda eru orðnar sammála
um ákveðnar meginlínur sem samn-
ingamenn bænda ákváðu að kynna í
grasrótinni áður en lengra yrði
haldið. Haldnir eru fundir með
kjörnum fulltrúum og fjórir opnir
bændafundir. Sá fyrsti var á Hellu í
fyrrakvöld. Fundurinn var mjög vel
sóttur, fundargestir voru um 130.
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands,
sagði í framsöguræðu að viðræður
um nýjan búvörusamning hefðu haf-
ist í byrjun september, allt of seint.
Fundað hafi verið þétt síðustu vik-
urnar. Hann tók fram að ætlunin
hefði verið að taka tollvernd land-
búnaðarins inn í samningana og því
hefði óvæntur tollasamningur land-
búnaðarráðherra við Evrópusam-
bandið valdið vandræðum. Þar væri
búið að festa mikið niður og litlu
hægt að breyta, nema þá helst í
mjólkinni.
Eftir að ræða fjárhæðir
Ríkið og fulltrúar einstaka bú-
greina komu með sínar áherslur til
viðræðna. Sumt fór saman en annað
ekki. Úr þessu er verið að vinna.
Útfærslan er eftir. Sindri sagði að
ekki væri á borðinu að gera samn-
inga um starfsskilyrði fleiri bú-
greina en nautgriparæktar, sauð-
fjárræktar og garðyrkju, þeirra
greina sem væru þegar með sér-
staka búvörusamninga. Hins vegar
hefði verið rætt um möguleika á
fjárfestingarstuðningi, utan samn-
inga, við aðrar búgreinar vegna
aukinna krafna um aðbúnað dýra á
búunum. Þá væri verið að ræða um
að auka jarðræktarstyrki.
Gert er ráð fyrir því að samið
verði til tíu ára. Forsenda þess er að
verið er að gera talsverðar kerf-
isbreytingar. Samningarnir verða
endurskoðaðir tvisvar á tímabilinu,
2019 og 2023.
Meginbreyting samninganna er
að greiðslumarkið svonefnda,
grundvöllur kvótakerfisins, hverfur
á tímabilinu. Stuðningur ríkisins
færist úr beingreiðslum út á
greiðslumark í greiðslur út á fram-
leiðslu afurða og fjölda gripa.
Breytt verðlagning
Sindri tók fram að eftir væri að
ræða fjárhæðir, það er að segja um
stuðning ríkisins við landbúnaðar-
framleiðsluna á samningstímabilinu.
Gengið væri út frá því að þær yrðu
að minnsta kosti þær sömu og gert
væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi
næsta árs. Fram kom í yfirliti Sig-
urðar Loftssonar, formanns Lands-
sambands kúabænda, að breytingin
mundi gerast á nokkrum árum.
Fyrstu árin mundu beingreiðslur,
svokallaðar A-greiðslur, minnka
hægt en í stærri skrefum þegar líð-
ur á samninginn. Afurða- og gripa-
greiðslur aukast á móti. Gripa-
greiðslurnar tvöfaldast á fyrsta ári.
Framsal á greiðslumarki verður
bannað frá byrjun árs 2017. Ríkið
mun leysa til sín það greiðslumark
sem menn kunna að vilja selja eftir
þann tíma, út frá því sem eftir er af
A-greiðslunum.
Kúabændur gera kröfu um auk-
inn stuðning til að bæta nautakjöts-
framleiðsluna. Einnig er rætt um
fjárfestingarstyrki.
Gert er ráð fyrir að verðlagning
gjörbreytist. Opinberri verðlagn-
ingu í núverandi myndi verði hætt. Í
staðinn kæmu bændur og mjólkur-
iðnaðurinn sér saman um tillögur að
lágmarksverði og fleiri þáttum og
yrðu þær teknar til athugunar af
þar til bæru stjórnvaldi.
Sigurður sagði að óvissa væri um
tollamálin. Kúabændur gerðu kröfu
um að tollverndin yrði uppfærð,
þannig að hún héldi verðgildi sínu.
Vilja efla markaðsstarf
Hugmyndir samninganefndanna
varðandi framleiðslu sauðfjárafurða
snýst um að leggja greiðslumark af
í áföngum á samningstímanum og
taka í staðinn upp greiðslur út á
gæðastýrða framleiðslu og greiðslur
út á fjölda gripa. Þórarinn Ingi Pét-
ursson, formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda, viðurkenndi að hug-
myndirnar væru langt frá þeim
markmiðum sem aðalfundur sauð-
fjárbænda hefði sett, það er að vægi
greiðslumarksins yrði minnkað um
10% á samningstímabilinu. Á móti
gerðu þeir kröfur um viðbótarfé í ný
verkefni, eins og til dæmis fast fé til
markaðsöflunar. Þar er litið til þess
að auka verðmæti framleiðslunnar,
bæði á erlendum mörkuðum og hjá
erlendu ferðafólki hér á landi. Tók
Þórarinn beinlínis fram að mark-
miðið væri að hækka afurðaverðið
til bænda.
Framsal greiðslumarks í sauð-
fjárrækt verður stöðvað 2021 og
gæðastýring verður hið almenna
viðhorf. Gert er ráð fyrir að allt ut-
anumhaldið verði rafrænt. Þórarinn
sagði að endurskoða þyrfti landnýt-
ingarþáttinn í gæðastýringunni, þar
þyrftu menn bæði belti og axlabönd.
Í samningi um starfsskilyrði
garðyrkjunnar er gert ráð fyrir
áframhaldandi niðurgreiðslum á
gúrkum, papriku og tómötum. Unn-
ið er að því að taka niðurgreiðslur á
raforkukaupum og flutningi inn í
búvörusamning í stað viðbót-
arsamninga við einstök orkufyr-
irtæki. Gunnar Þorgeirsson, for-
maður Sambands garðyrkjubænda,
sagði á fundinum að ríkið vildi
draga úr tollvernd útiræktaðs
grænmetis. Þar eru kartöflur og
rófur mikilvægastar. Af því tilefni
hefur Sambandið látið reikna út
virði tollverndarinnar. Niðurstaðan
er 1,4 milljarðar króna.
Þak á stuðning
Formaður Bændasamtakanna lét
þess getið á fundinum að gert væri
ráð fyrir þaki og gólfi á heildar-
stuðningi ríkisins við einstök bú.
Ekki væri búið að útfæra reglur um
það. Annars vegar væri rætt um að
enginn fengi stuðning nema búa á
lögbýli og hafa virðisaukaskatts-
númer. Það þýddi að allra smæstu
framleiðendur, frístundabændur,
fengju ekki stuðning. Þá væri rætt
um að hámark stuðnings til einstaka
búa væri á bilinu hálft til eitt pró-
sent af heildarstuðningi ríkisins.
Nýtt búvörukerfi á teikniborði
Samningamenn kanna hug bænda til afnáms kvótakerfis í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu
Kvótakerfið aflagt á 10 ára samningstíma Hugmyndir um breytt fyrirkomulag verðlagningar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bændafundur Fjölmenni var á fundi sem samninganefnd bænda boðaði til á Hellu í fyrrakvöld. Bændur vilja kynna sér stöðu samningaviðræðna við ríkið.
Samningar
» Við upphaf samninga-
viðræðna bænda og ríkisins
um nýjan búvörusamning var
stefnt er því að sameina tvo
meginsamninga í einn. Enn er
ekki vitað hvort það markmið
næst.
» Búvörusamningur er grund-
völlur búvörulaga sem kveður
á um framleiðslu, verðlagningu
og sölu á búvörum. Búnaðarlög
taka hins vegar til stuðnings
ríkisins við jarðabætur í sveit-
um og búfjárrækt.
Bændur veltu ýmsum hlutum upp
í hugleiðingum og fyrirspurnum
til framsögumanna á fundinum á
Hellu. Áhrif af afnámi kvótakerf-
isins var þó rauði þráðurinn. Með
nýju kerfi yrðu bændur hvattir til
að framleiða sem mest. Mun það
ekki leiða til verðfalls? Lögðu
nokkrir fundarmenn áherslu á að
kvótinn hefði verið settur á af
illri nauðsyn, til að stýra fram-
leiðslunni og koma í veg fyrir of-
framleiðslu. Fleiri en einn fyrir-
spyrjandi lagði áherslu á að
finna þyrfti góða útflutnings-
markaði, áður en stigið yrði á
bensínið í framleiðslunni.
Þórarinn Ingi Pétursson, for-
maður sauðfjárbænda, rifjaði upp
að við allar breytingar á kvóta-
kerfinu frá 1995 hefði allt átt að
fara fjandans til. Hann tók undir
að feta sig rólega út á nýja
braut. Hann minnti jafnframt á
endurskoðunina 2019, þar gæfist
tækifæri til að bregðast við ef
hluturnir væru að þróast í ranga
átt.
Sigurður fór yfir mikinn kostnað
greinarinnar við kvótakaup á
undanförnum árum. Áður hafði
hann sagt að bændur væru að
greiða 12 krónur á lítra vegna
kvótakaupa, og hefðu varið til
þess milljörðum króna. Kvóta-
verðið hefði hækkað í hvert
skipti sem búvörusamningar
hefðu verið endurnýjaðir. Var á
honum að heyra að kvótaverðið
færi í hæstu hæðir á ný, ef nýr
búvörusamningur yrði gerður að
óbreyttu fyrirkomulagi. Raunar
væri ólíklegt að slíkur samningur
stæði til boða.
með fundarmönnum um að vinna
þyrfti heimavinnuna í markaðs-
málum. Það væri verið að gera.
Hann lýsti þeirri skoðun sinni að
markaðirnir væru til staðar en
það þyrfti að vinna í þeim. Tók
hann söluna til Whole Foods Mar-
ket í Bandaríkjunum sem dæmi
um það.
Sigurður Loftsson, formaður
kúabænda, sagði eðlilegt að
menn hefðu áhyggjur af breyt-
ingum.
Dýrt kvótakerfi
Flestir fundarmanna hefðu alla
sína búskapartíð unnið við fram-
leiðslustýringu. Hann sagði að sú
aðgerð að hætta henni skapaði
vissulega framleiðsluhvata. Í
hugmyndum að nýjum búvöru-
samningi væru menn hins vegar
Þekkja ekki annað en framleiðslustýringu
FUNDARMENN VELTU FYRIR SÉR ÁHRIFUM NÝS FYRIRKOMULAGS