Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 82
82
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
JÓLAMATUR
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sófus Sigurðsson markaðsstjóri Ali segir jólin
snúast um hefðirnar. Er þá fátt sem skákar
hamborgarhryggnum sem Ali hefur framleitt
allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1944. Eftir-
spurnin er svo mikil að starfsmenn fyrirtæk-
isins þurfa oft að vera að allan daginn vikurn-
ar og mánuðina fyrir desember. „Við byrjum
kl. 5 að morgni og erum að til kl. 5 síðdegis.
Þurfum við að hefja undirbúninginn fyrir jólin
snemma og hafa nóg af vörunni í kæliborðum
verslana strax á þessum tíma vetrar því
margir ferðast úr landi í jólamánuðinum og
geta ekki hugsað sér að halda upp á jól er-
lendis án hamborgarhryggsins.“
Engir ofnæmisvaldar
En þó hefðirnar séu í heiðri hafðar er ekki
þar með sagt að ekki sé hægt að gera gott
betra og bendir Sófus á að tekist hafi að gera
þær breytingar á verkun hamborgarhryggs-
ins að hann er núna laus við öll þekkt ofnæm-
isvaldandi efni. „Áður fyrr voru notuð við
framleiðsluna efni sem gátu valdið ofnæmi og
óþægindum hjá fólki, eins og mjólkursykur.
Nú eru þessi efni ekki lengur notuð, bæði í
hamborgarhryggnum og eins í öðrum vörum
eins og beikoninu okkar, sem þýðir að fleiri
eiga að geta gætt sér á ljúffengum hamborg-
arhrygg án þess að finna fyrir ónotum.“
Ali hefur í yfir 70 ár verið leiðandi í fram-
leiðslu svínakjötsafurða. Segir Sófus að svína-
kjötið hafi, ef eitthvað er, sótt á undanfarin ár
og nefnir hann bayonne-skinkuna og sænsku
skinkuna sem hafa selst í auknu magni í
kringum jólin síðustu ár. Einnig hefur vöxtur
verið í sölu beikons á öllum tímum ársins.
„Fólk er í vaxandi mæli farið að láta það eftir
sér að gera vel við sig með má beikoni einu
sinni í viku eða svo. Beikonið gerir lífið bara
skemmtilegra og það bætir alla rétti ef beik-
oni er bætt við.“
Kæfa sem er algjört sælgæti
Enn verða nýjar jólahefðir til hjá Ali. Þessi
jólin framleiðir fyrirtækið í annað sinn danska
jólalifrarkæfu sem Sófus segir að hafi fallið
sérlega vel í kramið hjá neytendum. „Þetta er
gamaldags jólakæfa á danska vísu, en í up-
skriftina er notaður laukur og blanda af
kryddum. Í lokastigi framleiðslunnar er kæf-
an brúnuð að ofan sem magnar upp góða
bragðið. Getur verið algjört sælgæti að hita
jólalifrarkæfuna í bakaraofni eða örbylgjuofni
og bera fram með stökku beikoni og sveppum,
ofan á ristuðu brauði.“ Einnig gerum við jóla-
paté með rifsberjahlaupi sem má hvort heldur
er smyrja á brauð eða sneiða niður og setja á
veisluborðið.
Enn að skapa nýjar jólahefðir
Hamborgarhryggur Ali á sér langa sögu en nýjar vörur eins og danska jólalifrarkæfan hafa alla burði til að
fylgja landsmönnum í langan tíma Hún þykir sérlega ljúffeng borin fram með stökku beikoni og sveppum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Lúxus „Fólk er í vaxandi mæli farið að láta það eftir sér að gera vel við sig með má beikoni einu
sinni í viku eða svo. Beikonið gerir lífið bara skemmtilegra,“ segir Sófus Sigurðsson.
Á að sjóða eða ekki?
Það virðist stundum að misskilnings
gæti um hvort þarf, eða þarf ekki að
sjóða hamborgarhygg áður en hann fer
inn í ofninn. Sófus segir mikilvægt að
skoða vandlega leiðbeiningarnar á um-
búðunum en þar á að koma fram hvern-
ig best er að elda kjötið. „Það hvort á að
sjóða hrygginn veltur á því hversu mikið
hann var saltaður,“útskýrir hann.
Segir Sófus að best sé síðan að notast
við kjarnhitamæli þegar hryggurinn er
kominn inn í ofn, því hamborgarhryggir
geti verið misþykkir og því mislengi að
ná réttum hita út í gegn.
NÝR VIÐBURÐAVEFUR
Allt það helsta á einum stað
- vinsælasti vefur landsins
KVIKMYNDIR
FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR
TÓNLIST
LEIKHÚS
MYNDLIST
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
AÐRIR VIÐBURÐIR