Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 82

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 82
82 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 JÓLAMATUR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sófus Sigurðsson markaðsstjóri Ali segir jólin snúast um hefðirnar. Er þá fátt sem skákar hamborgarhryggnum sem Ali hefur framleitt allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1944. Eftir- spurnin er svo mikil að starfsmenn fyrirtæk- isins þurfa oft að vera að allan daginn vikurn- ar og mánuðina fyrir desember. „Við byrjum kl. 5 að morgni og erum að til kl. 5 síðdegis. Þurfum við að hefja undirbúninginn fyrir jólin snemma og hafa nóg af vörunni í kæliborðum verslana strax á þessum tíma vetrar því margir ferðast úr landi í jólamánuðinum og geta ekki hugsað sér að halda upp á jól er- lendis án hamborgarhryggsins.“ Engir ofnæmisvaldar En þó hefðirnar séu í heiðri hafðar er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera gott betra og bendir Sófus á að tekist hafi að gera þær breytingar á verkun hamborgarhryggs- ins að hann er núna laus við öll þekkt ofnæm- isvaldandi efni. „Áður fyrr voru notuð við framleiðsluna efni sem gátu valdið ofnæmi og óþægindum hjá fólki, eins og mjólkursykur. Nú eru þessi efni ekki lengur notuð, bæði í hamborgarhryggnum og eins í öðrum vörum eins og beikoninu okkar, sem þýðir að fleiri eiga að geta gætt sér á ljúffengum hamborg- arhrygg án þess að finna fyrir ónotum.“ Ali hefur í yfir 70 ár verið leiðandi í fram- leiðslu svínakjötsafurða. Segir Sófus að svína- kjötið hafi, ef eitthvað er, sótt á undanfarin ár og nefnir hann bayonne-skinkuna og sænsku skinkuna sem hafa selst í auknu magni í kringum jólin síðustu ár. Einnig hefur vöxtur verið í sölu beikons á öllum tímum ársins. „Fólk er í vaxandi mæli farið að láta það eftir sér að gera vel við sig með má beikoni einu sinni í viku eða svo. Beikonið gerir lífið bara skemmtilegra og það bætir alla rétti ef beik- oni er bætt við.“ Kæfa sem er algjört sælgæti Enn verða nýjar jólahefðir til hjá Ali. Þessi jólin framleiðir fyrirtækið í annað sinn danska jólalifrarkæfu sem Sófus segir að hafi fallið sérlega vel í kramið hjá neytendum. „Þetta er gamaldags jólakæfa á danska vísu, en í up- skriftina er notaður laukur og blanda af kryddum. Í lokastigi framleiðslunnar er kæf- an brúnuð að ofan sem magnar upp góða bragðið. Getur verið algjört sælgæti að hita jólalifrarkæfuna í bakaraofni eða örbylgjuofni og bera fram með stökku beikoni og sveppum, ofan á ristuðu brauði.“ Einnig gerum við jóla- paté með rifsberjahlaupi sem má hvort heldur er smyrja á brauð eða sneiða niður og setja á veisluborðið. Enn að skapa nýjar jólahefðir  Hamborgarhryggur Ali á sér langa sögu en nýjar vörur eins og danska jólalifrarkæfan hafa alla burði til að fylgja landsmönnum í langan tíma  Hún þykir sérlega ljúffeng borin fram með stökku beikoni og sveppum Morgunblaðið/Styrmir Kári Lúxus „Fólk er í vaxandi mæli farið að láta það eftir sér að gera vel við sig með má beikoni einu sinni í viku eða svo. Beikonið gerir lífið bara skemmtilegra,“ segir Sófus Sigurðsson. Á að sjóða eða ekki? Það virðist stundum að misskilnings gæti um hvort þarf, eða þarf ekki að sjóða hamborgarhygg áður en hann fer inn í ofninn. Sófus segir mikilvægt að skoða vandlega leiðbeiningarnar á um- búðunum en þar á að koma fram hvern- ig best er að elda kjötið. „Það hvort á að sjóða hrygginn veltur á því hversu mikið hann var saltaður,“útskýrir hann. Segir Sófus að best sé síðan að notast við kjarnhitamæli þegar hryggurinn er kominn inn í ofn, því hamborgarhryggir geti verið misþykkir og því mislengi að ná réttum hita út í gegn. NÝR VIÐBURÐAVEFUR Allt það helsta á einum stað - vinsælasti vefur landsins KVIKMYNDIR FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR TÓNLIST LEIKHÚS MYNDLIST SJÓNVARPSDAGSKRÁ AÐRIR VIÐBURÐIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.