Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 42
Engidalur Mývatn Fljótsheiði Loftmyndir ehf. Engidalur SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri „Móðir mín var sérfræðingur í að reykja og ég lærði mest af henni af því að ég var oft að hjálpa henni í reykhúsinu. Mamma lærði að reykja af móður sinni svo þetta er hálfgerður ættariðnaður sem gengur lið fram af lið. Það er mjög gaman að reykja og það er visst verklag sem þarf til þess að gera þetta vel. Pabbi var líka mjög duglegur að reykja og kveikti oft upp. Ég lærði mikið af því að vera með þeim í þessu.“ Þetta segir Kristlaug Pálsdóttir, bóndi í Engidal í Þingeyjarsveit, sem var að ljúka við að reykja hangikjötið. Kjötið hennar hefur fengið mjög góða dóma hjá þeim sem það hafa smakkað. „Ég reyki við gulvíði sem ég klippi niður. Það er mikið af gul- víði hér á jörðinni svo það er af nógu að taka. Þá reyki ég við tað sem ég verka sjálf, en gulvíðirinn og taðið gefa kjötinu mjög góðan og sérstakan keim, segir Kristlaug sem leggur mikla vinnu í haust- matinn. „Ég set gulvíði næst glóðinni og það kviknar mjög vel í greinunum og líka í þurru laufinu sem er á þeim. Þá læt ég alveg þurrt tað þar ofaná og efst set ég raka tað- skán, en glóðin má aldrei deyja eigi að takast vel til.“ Þetta segir Kristlaug og er mjög ánægð með reykinn á kjöt- inu sem hún var að taka út úr reykhúsinu. Tveggja ára tað Taðið sem hún notar er oftast tveggja ára og segir hún að það þurfi þann tíma til þess að verk- ast. Þannig verða kögglarnir betri og það verður engin fýla af þeim. Hún hreykir taðinu meðan hún er að þurrka það en setur það síðan upp í taðhlaða sem standa lengi áður en taðið er notað. Stundum blotnar taðið og þornar á víxl í rigningartíð og segir Kristlaug að það sé að sumu leyti gott. Hins vegar varð hún að breiða segl yfir taðhlaðana í sumar, þegar rigndi sem mest, til þess að verja þá vætunni. Hangikjöt, magálar, rúllupylsur og silungur Kristlaug reykir ekki bara hangikjöt heldur reykir hún líka magála og rúllupylsur sem hún býr til. Hún pressar magálana vel til þess að þeir verði þéttir og margt af þessu verklagi lærði hún af móður sinni enda voru þær mæðgur lengi saman í heimili eftir að Kristlaug flutti aftur heim í Engidal með sína fjölskyldu. Hún reykir einnig mikið af silungi en á jörðinni er veiðiréttur í Kálfborg- arárvatni og þar er að finna bæði bleikju og urriða. Hún hefur gert veiðiskýrslur í 25 ár og finnst, eins og hún segir sjálf, æðislega gaman að veiða. Hún segir nauð- synlegt að veiða í vatninu til að grisja það því þannig verði silung- urinn betri og stærri. Alltaf verið veik fyrir kindum Til þess að hafa tað þarf að hafa kindur en þær eru áhugmál Krist- laugar. Hún segir að það sé allt skemmtilegt við þær og það sé mjög gaman að fylgjast með þeim. Hún hafi alltaf verið veik fyrir þeim. „Það er góð lykt af þeim og það er gaman að heyra í þeim þegar búið er að gefa á garðann, segir hún sem hefur gert kindurnar sín- ar gæfar og margar þeirra eru miklar persónur. Kristlaug er mjög dugleg að beita kindunum yfir veturinn þeg- ar þannig viðrar og hún hefur kennt þeim viss hljóð sem þær hafa lært og þær hlýða því hljóði sem á við í það og það skiptið. Hún segir að beitin skipti þær miklu máli því þær hreyfi sig og verði hraustar. Kristlaug og maður hennar, Guðmundur Þór Wium Hansson, una hag sínum vel í Engidal. Hún segir samt að það sé galli að þar sé ekkert netsamband því margt er það nú á dögum sem kallar á að samband við umheiminn sé í lagi og margt þarf að senda með raf- rænum hætti. Reykhúsvinnunni er lokið á þessu hausti og við taka önnur verkefni enda mörg járn í eld- inum. „Bara að hangikjötið verði gott á bragðið,“segir Kristlaug og brosir þegar hún skoðar bógana og lærin sem hanga nýreykt utan við reykhúsið. Hangikjötið komið úr reyk  Kristlaug Pálsdóttir reykir kjöt við gulvíði og tveggja ára gamalt tað  Kindur eru áhugamálið  Reykingin er hálfgerður ættariðnaður sem gengur lið fram af lið  Lærði listina af móður sinni Morgunblaðið/Atli Vigfússon Nýreykt hangikjöt Kristlaug Pálsdóttir með nýreykt kjöt, læri og bóga, fyrir utan reykhúsið í Engidal. Útivera Ærin Gríma kann vel við sig úti ásamt hinum kindunum í Engidal sem eru alltaf settar út þegar vel viðrar. Kristlaug hefur yndi af kindum. 42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Engidalur er sunnarlega á Fljótsheiði en sunnar standa bæirnir Víðiker og Svartárkot. Kristlaug hefur gott útsýni út um eldhúsgluggann en það eru Bárðarbunga og Trölla- dyngja sem blasa við í góðu veðri. Hún hefur mikið fyrir stafni og á sumrin tínir hún mikið af jurtum sem hún þurrkar, bæði lækningajurtir og jurtir í teblöndur. Þá er hún stundum að lita jurtir en hún lærði jurtalitun af móð- ursystur sinni á sínum yngri árum. Kristlaug hefur mjög mikinn áhuga á fuglum og hefur merkt fugla fyrir Náttúru- fræðistofnun Íslands allt frá árinu 1982. Hún hefur haldið fugladagbók og telur egg í hreiðrum ásamt því að fylgj- ast með því hvenær fuglarnir koma og fara, allt eftir árstíð- um. Mörg járn í eldinum TÍNIR JURTIR OG MERKIR FUGLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.