Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 56
56 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími 564 3364
Frábær
opnunar-
tilboð
laugardaginn 28. nóvember
Opnum nýja, stærri
og glæsilegri verslun
Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil
kíktu í heimsókn
„Héðan í frá styðja Frakkar ekki
bara stríðsyfirlýsingar, þeir styðja
líka aðgerðir sem leiða munu til
skerðingar borgaralegra réttinda,“
sagði Jerome Fourquet, forstjóri
Ifop, um niðurstöður könnunarinn-
ar.
Í tilraunum sínum til að auka á
öryggi hafa Frakkar mætt mót-
stöðu forystumanna Evrópusam-
bandsins (ESB), sem ekki hafa vilj-
að taka undir kröfur um aukið
eftirlit á landamærum og með ferð-
um fólks innanlands. Ástæðan mun
m.a. vera sú, að innan við eins pró-
sents líkur eru taldar á því að með
því mætti góma hryðjuverkmenn á
heimleið frá útlöndum.
Schengen gagnslaust vopn?
Dimitris Avramopoulos, sem fer
með innflytjendamál í fram-
kvæmdastjórn ESB, segir engar
breytingar þurfa á landamæra-
samþykktum sem kveða á um lág-
markseftirlit með handhöfum vega-
bréfa aðildarríkja sambandsins er
þeir snúa heim frá Mið-Austur-
löndum eða annars staðar frá.
Hryðjuverkin í París og hversu
auðvelt meinsærismönnunum var
að ferðast til og frá Sýrlandi og
síðan frá Belgíu til Frakklands
með alvæpni í bílum sínum hefur
vakið spurningar um lífvænleika
Schengen-upplýsingakerfisins.
Frakkar krefjast þess einnig, að
fyrir árslok verði ESB-löndin búin
að innleiða nýja farþegaskráningu
(PNR-kerfi) sem geyma mun fullt
nafn og persónuupplýsingar flug-
farþega og gera mun leyniþjónust-
um kleift að fylgjast með ferðalög-
um einstaklinga. Hafnar stjórn
ESB að þessar reglur nái líka til
ferju- og lestarfarþega.
Franskur stjórnarerindreki hef-
ur látið svo um mælt við fréttastof-
una AFP, að Frakkar séu gall-
harðir í þeirri afstöðu sinni, að til
þess að kerfið geti orðið skilvirkt
verði að nota það innan ESB einn-
ig og ekki bara fyrir farþega sem
koma inn á sambandssvæðið utan
frá. Um slíkt er ekki samstaða enn
sem komið er og kölluðu slíkar
ráðstafanir á breytingar á grund-
vallarlögum ESB. Á það er hins
vegar bent að gagnagrunnur
Schengen (SIS) sé í raun gagns-
laus sem tæki til að hindra eða
stöðva för glæpamanna eða verð-
andi hryðjuverkamanna sem bera
ESB-vegabréf eða fullkomin fölsuð
skilríki.
Mannréttindafrömuðum stendur
viss ógn af ráðstöfunum sem
Francois Hollande hefur heitið að
innleiða í framhaldi af hryðjuverk-
unum í París. Þeir benda og á að
þegar hafi á þessu ári verið sett
lög er ógni mannréttindum og
kyndi fremur undir öfgamennsku
en að slá á hana.
Umdeild farþegaskráning
Þótt nýja farþegaskráningin
(PNR-kerfið) sé umdeild hefur
fylgi við hana sem vörn gegn
hryðjuverkastarfsemi vaxið. Kerfið
kallar á að allur farangur verði
gegnumlýstur og farþegar sömu-
leiðis skannaðir. Hún mun enn-
fremur gera kleift að rannsaka far-
þegalista í rauntíma og mæla
ferðamynstur fólks frá einum tíma
til annars. Öryggiskerfi af því tagi
sem beðið gæti Frakka og þeirra
sem eru á leið úr landi gæti verið
eitthvað í líkingu við það sem við-
gengst á ísraelskum flugvöllum.
Ben Gurion-flugvöllurinn í Tel
Aviv í Ísrael er almennt talinn sá
öruggasti í veröldinni vegna örygg-
isráðstafana þar.
Allir farþegar sem bíða við inn-
ritunarborðin eru yfirheyrðir um
ferðalag sitt og sérþjálfaðir örygg-
isverðir fylgjast sérstaklega með
ósamræmi í svörum og viðbrögðum
farþeganna. Veki svörin grunsemd-
ir er viðkomandi tekinn til frekari
skoðunar sem haft geta í för með
sér margra klukkustunda yfir-
heyrslur og ítarlega skoðun á far-
angri.
Evrópskir sérfræðingar í örygg-
ismálum sögðu á ráðstefnu í Barce-
lona í síðustu viku að þeir væru
tregir til að mæla með að jafn
langt yrði gengið við innleiðingu
PNR-kerfisins og vinnubragðanna í
Ísrael. Slíkt hefði í för með sér
mikinn kostnað fyrir flugvellina og
mun lengri ferðatíma. Aftur á móti
lýstu þeir stuðningi við skráningu
hegðunar flugfarþega og sögðu
gagnsemi þess mikla.
Greina óeðlilegt hátterni
Skráning mannlýsinga af því tagi
snýst um að greina óeðlilegt hátt-
erni farþega frá því augnabliki er
þeir koma til flugvallarins og þang-
að til þeir ganga um borð í flugvél,
segir Erick Bourai, yfirmaður ör-
yggismála hjá Airports Council
International Europe. „Til að byrja
með fylgjast sérfræðingar úr fjar-
lægð með einstaklingi og ganga
síðan á hann með spurningum ef
þeim sýnist eitthvað einkennilegt
við hann,“ bætir hann við.
Mannréttindafrömuðir hafa var-
að við fordómum og mismunun í
þessu sambandi, með því að „próf-
ílskoðendur“ velja fólk úr til athug-
unar á grundvelli trúarbragða,
þjóðernis eða húðlitar.
Þessi hætta var undirstrikuð í
síðustu viku er tollverðir á Orly-
flugvellinum í París ákváðu að leita
á ráðherra frá Alsír þótt hann veif-
aði diplómatavegabréfi. Mótmæltu
yfirvöld í Algeirsborg framkom-
unni við hann formlega við frönsk
stjórnvöld. Var atvikið innlegg í
víðtækar umræður á ýmsum svið-
um Evrópusamstarfsins um hvar
og hvernig skuli draga mörkin í
þeirri jafnvægislist sem snýst um
öryggismál þjóða og friðhelgi
einkalífs.
Eftir árásirnar á skrifstofur
Charlie Hebdo í París og í sér-
verslun með ísraelskar vörur í jan-
úar fékk lögreglan aukin meðul í
baráttunni gegn hryðjuverkastarf-
semi. Þannig samþykkti þingið lög
í maí er skylda veitendur netþjón-
ustu að setja upp búnað í gagna-
verum sínum sem gerði lögregl-
unni kleift að fylgjast með vafa-
sömu atferli og rafrænum sam-
skiptum innanlands á netinu í
rauntíma. Eru þetta nokkurs konar
„svartir kassar“ sem brúka reikni-
rit – algóritma – til að þefa uppi og
tilkynna tortryggilegt athæfi á net-
inu.
„Svörtum kössum“ hefur
enn ekki verið beitt
Þrátt fyrir að nær hálft ár sé lið-
ið frá lagasetningunni mun franska
stjórnin ekki hafa hrint eftirliti af
þessu tagi í framkvæmd. Lög um
sambærilegt eftirlit með netnotkun
yfir landamærin bíður afgreiðslu
hjá stjórnlagadómstól landsins.
Verði þau samþykkt má segja að
þau réttlæti leynilegt verkefni sem
þáverandi forseti, Nicolas Sarkozy,
heimilaði snemma árs 2008 og
snerist um að hlera öll samskipti
um netkapla neðansjávar þar sem
þeir komu á land í Marseille við
Miðjarðarhaf, Penmarch á Bret-
aníuskaga við Atlantshaf og Saint-
Valery-en-Caux við Ermarsund.
Francois Hollande forseti lagði
til ýmsar breytingar á stjórnar-
skránni til að styrkja stjórnvöld í
glímunni við hryðjuverkastarfsemi.
Meðal annars vill hann fá inn í
stjórnarskrána að svipta megi þá
Frakka ríkisborgararétti sem sak-
felldir verða fyrir hryðjuverk og
einstaklinga með tvöfalt ríkisfang
sem gerast sekir um fjandsamlegt
athæfi í garð Frakklands. Þetta
segir Hollande nauðsynlegt til að
ekki þurfi að grípa til neyðarlaga
til þess að fá lögreglunni aukin
völd.
„Við verðum að breyta stjórnar-
skránni í vopn gegn hryðjuverka-
starfsemi,“ sagði forsetinn.
AFP
Í varðstöðu Lögreglumenn standa vörð á torgi lýðveldisins, Place de la Republique, í París. Vænta má aukinna umsvifa og eftirlits lögreglu í Frakklandi.
AFP
Hert eftirlit Rætt er um aukið eftirlit á flugvöllum, jafn vel á borð við það
sem viðgengst á ísraelskum flugvöllum. Því myndu fylgja tafir og bið.