Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 90
90 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 BÆKUR holar@holabok.is — www.holabok.is Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra Friðþór Eydal Hér er greint frá liðsveitum, dvalarstöðum, varnarviðbúnaði og öðrum umsvifum breska og síðar bandaríska herliðsins ásamt samskiptum þeirra við heimamenn, loftárásum og öðrum athyglisverðum atburðum. Fjöldi mynda, sem hvergi hafa áður birst, prýða bókina. Stálmaðurinn bugaðist og grét Þegar þessi barátta var í hámarki, rétt fyrir 1930, stóð Stalín á fimm- tugu, kominn með gráa fiðringinn. Nokkrum árum eftir að hann var orð- inn alráður í kommúnistaflokknum urðu tímamót í einkalífi hans. Hann hafði brennt allar brýr að baki sér og stóð aleinn á hátindi valda sinna. Stalín þráði ekki aðeins virðingu og völd, heldur einnig ást góðrar konu. Hún þurfti helst að vera eins og móð- ir hans, dá hann, dekra við hann á alla lund og unna honum skilyrðislaust. Hann vildi sinn daglega skammt af aðdáun og engar refjar. Nadja Allílújeva var aðeins sextán ára þegar Stalín, þá 38 ára, fór að gera sér dælt við hana byltingarárið 1917. Hann var vinur foreldra hennar og þau skutu stundum skjólshúsi yfir hann fyrir byltinguna þegar hann var á flótta undan leynilögreglunni. Hann dvaldist hjá fjölskyldu stúlkunnar í Pétursborg eftir byltinguna og talið er að þau hafi þá fljótlega farið að draga sig saman. Nadja flutti með Stalín til Moskvu árið 1918 þegar hún var gerð að höfuðborg Rússlands og þau gengu í hjónaband ári síðar. Hún var þá átján ára og hann fertugur. Unga eiginkonan studdi bylting- una og sá ekki sólina fyrir Stalín. Ást og aðdáun hennar yljaði honum og hann naut þess í fyrstu að vera í nánu sambandi við fjölskyldu hennar. Þau eignuðust soninn Vasílíj árið 1921 og dótturina Svetlönu fimm árum síðar. Nadja hætti námi skömmu eftir bylt- inguna og vann á skrifstofu Leníns. Stalín vildi konu sem helgaði sig eig- inmanninum og börnum þeirra. Hún hafði hins vegar engan áhuga á barnauppeldi og vildi afla sér mennt- unar og frama í sósíalíska fyrirmyndarríkinu. Bóndinn í Kreml vann eins og hest- ur og veitti ekki konu sinni þann stuðning sem hún þurfti. Allt fór í hund og kött í hjónabandinu því að bæði voru þau sjálfhverf og skapstór. Stalín reitti eiginkonuna stundum til reiði með því að daðra við aðrar kon- ur og hún svaraði með því að auð- mýkja hann með storkandi fram- komu. Ekki bætti úr skák að Nadja þjáðist líklega af geðhvörfum. Stalín trúði eitt sinn félaga sínum fyrir því að hann hefði stundum flúið eiginkonu sína og læst sig inni í bað- herbergi sínu þegar hún varð hams- laus af reiði. „Þú ert óþolandi! Það er ekki hægt að búa með þér!“ hrópaði hún og barði á hurðina, stálmannin- um til hrellingar. Jafnvel harðsvír- uðustu einvaldar sögunnar vita að ekkert í heiminum er skelfilegra en bálreið kona. Afdrifaríkt rifrildi hófst milli hjónanna í veislu árið 1932 þegar Stalín daðraði við eiginkonu háttsetts herforingja og niðurlægði konu sína. Vodka var kneyfað ótæpilega og Stal- ín skipaði gestunum að skála fyrir tortímingu „óvina ríkisins“. Þegar eiginkonan lyfti ekki glasi sínu heimt- aði hann skýringu á því hvers vegna hún vildi ekki skála og kastaði appels- ínuberki og sígarettustubbum að henni. „Haltu kjafti!“ sagði hún að lokum og rauk út í fússi. Daginn eftir fannst hún látin í her- bergi sínu. Talið er að hún hafi fyrir- farið sér með því að skjóta sig í hjart- að. Í Sannleikanum (Prövdu) var sagt að kona Bóndans í Kreml hefði dáið af völdum botnlangabólgu. Áður hafði Jakob, sonur Stalíns af fyrra hjóna- bandi, reynt að fyrirfara sér með byssu og ástæðan var sú að Stalín hafði lagst gegn því að Jakob kvænt- ist sextán ára stúlku. Sonurinn reyndi að skjóta sig í hjartað á heimili Stal- íns í Kreml og særðist en hæfði ekki líffærið. Stalín hæddist þá að syni sín- um. „Hann gat ekki einu sinni skotið beint,“ sagði hann. Einræðisherrann tók dauða konu sinnar nærri sér, kvaðst ætla að segja af sér og fyrirfara sér. „Ég get ekki haldið svona áfram. Hún hefur sært mig,“ sagði hann. Mágur hans reyndi að sefa hann og spurði hvernig Nadja hefði getað gert börnunum þetta — skilið þau eftir móðurlaus. „Hvers vegna talar þú um börnin?“ spurði þá Stalín reiðilega í sjálfsvorkunn. „Þau gleymdu henni eftir nokkra daga, en hún særði og bæklaði mig til lífstíðar!“ Stálmaðurinn grét þegar eigin- konan var borin til grafar. Vasílíj son- ur hans, sem var þá ellefu ára, hélt í hönd hans og reyndi að hugga hann. „Pabbi, ekki gráta,“ sagði hann. Einn nánasti bandamaður leiðtogans, Vjatsjeslav Molotov, sagðist aldrei áður hafa séð Stálmanninn gráta. Þegar loka átti kistunni steig Stalín fram, lyfti höfði konu sinnar og kyssti það ákaft tárvotum kossum. Eftir þetta var Stalín einmana ekk- ill. Samstarfsmenn hans á þessum tíma segja að hann hafi aldrei orðið samur maður. Nadja hafði auðmýkt og sært hann með því að hlaupast frá honum. Hann vorkenndi sjálfum sér, varð kaldlyndari og innhverfari. Mannhatur hans ágerðist, hann treysti ekki nokkrum manni lengur og hleypti engum að sér. Maður margra andlita Leiðtogar kommúnista í öðrum löndum sóttu fast að fá að heimsækja Stalín eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann gat þá verið hranalegur, rudda- legur og ógnandi en einnig rólegur og geðfelldur í framkomu, allt eftir því hvað hann taldi henta best til að ná sínu fram. Margir þeirra sem komu á fund Stalíns voru frá sér numdir af hrifningu, dáðust að þekkingu, ein- földum lífsháttum og alþýðleika hans. Stalín var stundum hugulsamur við ættingja sína og tengdafólk. Hann dekraði við dóttur sína, Svetlönu, og samband þeirra var náið þar til hún komst á kynþroskaaldur og fór að gefa karlmönnum gaum, föðurnum til skapraunar. Stalín var barngóður, hafði gaman af því að fara með börn félaga sinna í ökuferð í eðalvagninum sínum. Börnum fannst þau vera mik- ilvæg þegar hann talaði við þau. Bóndinn í Kreml var einnig hændur að ráðskonu sinni, Valentínu Ístom- ínu, sem starfaði á heimili hans síðustu fimmtán árin. Hún var andstæða síð- ari eiginkonu hans: glaðlynd, um- hyggjusöm, skipti sér ekki af störfum hans, nöldraði aldrei, lifði fyrir hann, var alltaf viðbúin þegar hann þurfti á henni að halda og fullnægði öllum þörfum hans. Hvílík kona! Hún dáði Stalín og talið er að hann hafi ekki þurft að leita í aðrar lindir þegar hon- um bráðlá á að brynna fola sínum. Stalín treysti ráðskonu sinni og var sérlega hreykinn af því hvernig hún gekk frá því allra heilagasta í fataskáp hans. Einn félaga hans segist hafa rekið upp stór augu þegar bóndinn í Kreml sýndi honum fataskápinn og benti stoltur á stafla af skjannahvítum og vandlega samanbrotnum nærbux- um. Stalín vissi að góð kona þekkist af því hvort hún nostrar við nærfatnað mannsins síns. Einræðisherrann hafði unun af garðyrkju, ræktaði sítrónur og hafði mikið dálæti á rauðum rósum. Hann naut þess líka að fara í ökuferðir með félögum sínum um sveitirnar, kveikja eld við fallegan læk, grilla kjöt, syngja og gera að gamni sínu. Stalín hafði ennfremur yndi af því að syngja georgísk sönglög og aríur úr óper- unni Rígólettó eftir Verdi. Hann var oft fyndinn og skemmti- legur í veislum og lautarferðum en gat verið stríðinn við félaga sína þeg- ar þeir gerðu sér glaðan dag. Stundum gekk stríðnin út í öfgar, eins og margt annað í fari hans. Hann hafði unun af því að kvelja félaga sína í samkvæmum í bústað hans með því að skála hvað eftir annað og neyða þá til að drekka í botn þar til þeir urðu foráttudrukknir. Ef þeir fóru sér of hægt refsaði hann þeim með því að dæma þá til að drekka enn einn snafs af vodka. Þetta var ein af aðferðum hans til að hafa vald yfir þeim; hann vildi fá þá til að tala af sér og hegða sér eins og erkiflón eða hirðfífl. Stalín varð sjaldan ofurölvi sjálfur í samkvæmunum því að hann drakk annaðhvort léttvín eða vodka blandað vatni. Hann hafði mikla skemmtun af því að láta þjón lauma tómötum í sæti gesta og veltist um af hlátri þegar þeir settust á tómatana þannig að þeir sprungu. Hann þreyttist aldrei á þessum hrekk og uppátækin minntu oft á ungling á gelgjuskeiði. Hann niðurlægði félagana líka með því að neyða þá til stíga rómantískan dans tveir og tveir saman. „Vitur maður dansar þegar Stalín segir honum að gera það,“ sagði Níkíta Khrústsjov sem síðar varð eftirmaður hans. Fé- lagar einræðisherrans litu svo á að betra væri að vera niðurlægður en tekinn af lífi. Þótt oft væri glatt á hjalla átti Stal- ín það til að stökkva upp á nef sér af litlu tilefni. Aldrei var hægt að leið- rétta mistök sem gestum urðu á og reittu hann til reiði. Það var eins og að missa virka handsprengju úr höndunum — menn gerðu það aðeins einu sinni á ævinni. Þegar vel lá á Stalín var hann hrók- ur alls fagnaðar, málgefinn og félags- lyndur söngfugl en hann átti það líka til að fara í fýlu og draga sig inn í skelina. Þótt hann hefði sóst eftir völdunum barmaði hann sér oft yfir byrðinni sem fylgdi þeim og bauðst sex sinn- um til að segja af sér. Stalín var ekki aðeins harðgreind- ur og með stálminni. Hann var einnig gæddur miklum persónutöfrum, var álitinn „maður fólksins“ og þegar hann einsetti sér að heilla fólk var hann ómótstæðilegur. Einræðisherrann átti til að vera hógvær og lítillátur og þannig kom hann mörgum kommúnistum fyrir sjónir. Tugir milljóna manna úti um allan heim dáðu þennan alþýðlega og rólynda mann, sem reykti pípu eins og spakvitur bóndi, og biðu eftir því að öreigar heimsins fengju að njóta ávaxtanna af starfi hans. Margir gesta hans í Kreml hrifust af rólyndi hans og hógværð. Þeim fannst þeir tengjast honum órjúfanlegum bönd- um og þráðu það heitt að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að koma aft- ur á fund hans í Kreml. Þessi var þó aðeins ein af mörgum ásjónum hans. Hógvær og lítillátur bóndi hefði mátt sín lítils þegar á reyndi í flokki bolsévíka. Stalín var líka ráðríkur, hrokafullur, eigingjarn og uppstökkur, líkt og Lenín, Trots- kíj og fleiri byltingarleiðtogar fyrr og síðar. Án leiðtoga með slíka eiginleika verða ekki byltingar. Stalín var „maður margra andlita“, að sögn eftirmanns hans, Khrúst- sjovs. Lazar Kaganovítsj sagðist hafa kynnst „að minnsta kosti fimm eða sex stalínum“ á þeim rúmu 30 árum sem þeir störfuðu saman í forystu kommúnistaflokksins. Einn af þessum stalínum streymdi lygn eins og Don að settu marki og gróf undan félögum sínum af stakri varfærni þannig að enginn varð þess var. Annar fossaði fram af ógnar- krafti eins og beljandi stórfljót, fullur af hroka og ofdirfsku. Stóíska róin vék þá fyrir hamslausri reiði sem engu eirði og metnaði sem var óseðj- andi eins og sjálfur dauðinn. Heiftin stafaði af því að undir niðri var Stál- maðurinn viðkvæmur, hörundsár og taugaveiklaður. Tortryggnin „heilagur ótti“ bolsévíkans Pólitísku brösurnar voru ær og kýr Bóndans í Kreml og allt annað varð að víkja. Hann eyðilagði ástarsam- bönd sín með eigingirni og tortryggni hans varð til þess að hann snerist gegn mörgum vinum sínum. Tortryggnin varð að ofsóknar- kennd sem ágerðist með árunum og hann varð vinalaus maður undir lok- in. Samt þráði hann alltaf félagsskap. Stalín er ekki talinn hafa verið geð- sjúkur samkvæmt skilgreiningum geðlæknisfræðinnar. Geðveiki ein- kennist af alvarlegum andlegum truflunum, til að mynda ranghug- myndum og ofskynjunum, og skertu veruleikaskyni. Einkennin eru oftast nær svo alvarleg að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi. Mörkin eru þó ekki skýr og Stalín hneigðist augljóslega til ofsóknar- kenndar. Uppeldi hans kann að hafa ýtt undir þessa hneigð. Hún ágerðist í prestaskólanum og seinna í undir- heimunum þegar Stalín barðist gegn keisarastjórninni sem leitaðist við að hafa njósnara á hverju strái. Bylting- armennirnir urðu að vera mjög varir um sig og tortryggnir til að komast hjá handtöku. Til að mynda reyndist einn af forystumönnum kommúnista, Roman Malínovskíj, hafa verið á mála hjá leyniþjónustu keisarastjórn- arinnar í mörg ár fyrir byltinguna. Það mál var mikið áfall fyrir Stalín og ýtti undir tortryggni hans. Eftir að bolsévíkar komust til valda óttuðust þeir að „heimsvaldasinnar“ og kapítalistar í öðrum löndum reyndu að koma kommúnistastjórn- inni í Moskvu fyrir kattarnef. Bolsé- víkar litu því á það sem skyldu sína að vera tortryggnir. Sjálfur kallaði Stal- ín tortryggnina „heilagan ótta“ sem héldi bolsévíkum á tánum. Þessi póli- tíska tortryggni er helsta ástæða þess að ofsóknarkennd Stalíns ágerðist. Ofbeldi bolsévíka eftir byltinguna leiddi til vítahrings. Kúgunin gat af sér það sem þeir óttuðust mest — fjölmarga óvini sem áttu sér þá ósk heitasta að steypa stjórninni af stóli. Stalín og skósveinar hans höfðu því fulla ástæðu til að vera varir um sig. Eina svar þeirra var að auka ofbeldið og það gat af sér meira hatur — og enn meiri tortryggni. Heillandi og harðsvíraður Kremlarbóndi Í bókinni Barnið sem varð að harðstjóra rekur Bogi Arason sögu helstu einræðisherra 20. aldar- innar frá vöggu til fjölda- grafa. Almenna bóka- félagið gefur út AFP Byltingarleiðtogar Stalín og Lenín saman á góðri stund í mars 1919, á miðju 8. flokksþingi rússneska komm- únistaflokksins. Stalín var maður margra andlita, gat verið fyndinn í veislum en meinhæðinn þess á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.