Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 104
104 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Jón Þór Sturluson er aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og hefurgegnt þeirri stöðu frá haustinu 2013. „Það er verið að leggja loka-hönd á endurbætur í kjölfar fjármálahrunsins. Við stöndum miklu
betur núna varðandi mannafla og áherslur, starfið er meira áhættu-
miðað og áhersla lögð á eftirlit með þeirri starfsemi sem getur valdið
miklum skaða svo unnt sé að grípa til aðgerða áður en í óefni er komið.
Þetta er meginbreytingin og við erum ennþá í ákveðnu breytingaferli
sem við sjáum fyrir endann á eftir um það bil tvö ár.
Endurbætur á alþjóðlegu regluverki, í kjölfar fjármálakreppunnar
2008, teka sinn tíma. Innleiðingu á helstu tilskipunum Evrópusam-
bandsins á fjármála- og vátryggingamarkaði lýkur ekki fyrr en seint á
yfirstandandi þingi og því næsta og enn er von á veigamiklum breyt-
ingum á alþjóðlegum viðmiðum frá Basel-nefndinni á næsta ári. Allar
þessar breytingar kalla á breyttar áherslur og virkara fjármálaeftirlit.
Áhugamál Jóns Þórs eru útivist og tónlist. „Ég sæki tónleika, klass-
íska og popp- og rokktónleika. Svo spila ég á trompet í danshljómsveit
sem heitir Royal, en hún spilar aðallega músík frá 7. og 8. áratugnum.
Hún á uppruna sinn í Háskólanum í Reykjavík, við spilum mikið í einka-
samkvæmum en jafnframt opinberlega nokkrum sinnum á ári, meðal
annars á menningarnótt í Reykjavík og nokkur skipti í Flatey á Breiða-
firði.“
Eiginkona Jóns Þórs er Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður
forstjóra Landspítalans. Dætur þeirra eru Guðrún Marta 16 ára og Fil-
ippía Þóra 13 ára.
Morgunblaðið/Eggert
Aðstoðarforstjórinn Jón Þór á fundi um fjármálalæsi í HR.
Spilar í danshljóm-
sveit í frístundum
Jón Þór Sturluson er 45 ára í dag
K
olbeinn fæddist í
Reykjavík 26.11. 1945.
Hann var í Austurbæj-
arskóla, Melaskóla og
Hagaskóla, tók versl-
unarpróf frá VÍ 1964, stundaði nám
við Iðnskólann í Reykjavík, er hár-
skeri frá 1968 og sótti námskeið fyrir
félagsráðgjafa og æskulýðsleiðtoga í
Bandaríkjunum.
Kolbeinn var gjaldkeri hjá Eim-
skip 1963-65, hárskeri á Rakarastofu
Sigurðar Ólafssonar 1965-71, for-
stöðumaður Tónabæjar 1971-73, að-
stoðarframkvæmdastjóri Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur 1973-76,
skrifstofustjóri hjá Flugleiðum hf.
1976-81, sölustjóri innanlandsflugs
1981, fulltrúi sölustjóra millilanda-
flugs 1981-83 og sölustjóri millilanda-
flugs 1981-86, framkvæmdastjóri
Ferðaskrifstofunnar Terru 1986-87,
fulltrúi hjá Íþróttabandalagi Reykja-
víkur 1987-95 og framkvæmdastjóri
til 1999 og hefur verið framkvæmda-
stjóri Job.is síðan.
Kolbeinn sat í stjórn Heimdallar
1966-67, var formaður félags hár-
greiðslu-og hárskeranema 1968-69
og hárgreiðslu- og hárskerasveina
1969-70, formaður körfuknattleiks-
deildar KR 1969-71, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1982-86,
formaður Æskulýðsráðs 1982-86, sat
í íþróttaráði 1982-86, í vinnuskóla-
nefnd 1982-86, í Íþrótta- og tóm-
stundaráði 1986-90, formaður Blá-
fjallanefndar 1986-94, formaður
stjórnar Reykjanesfólkvangs 1986-
94, formaður Körfuknattleiks-
sambands Íslands 1988-96 í fram-
kvæmdastjórn Ólympíunefndar Ís-
lands 1988-96, situr í stjórn
afrekssjóðs frá ÍSÍ og í nefnd um
íþróttir 60 plús.
Kolbeinn er ein þekktasta körfu-
boltakempa hér á landi, fyrr og síðar:
„Við strákarnir stofnuðum körfu-
Kolbeinn Pálsson framkvæmdastjóri – 70 ára
Kolbrún Heiða stúdent Kolbeinn og Guðrún með börnum sínum við heimili sitt á Nesveginum í Vesturbænum.
Kolbeinn, karfan og KR
Fjórar KR-kynslóðir Páll Hermann Kolbeinsson með Arnar Pál Hauksson,
og afmælisbarnið, ásamt Daníel Snæ Þórðarsyni. Allt harðir KR-ingar.
Reykjavík Rakel Sigurveig
Kjartansdóttir fæddist 26.
nóvember 2014 kl. 19.40. Hún
vó 3.290 g og var 51 cm löng.
Foreldrar hennar eru Rebekka
Hrund Gylfadóttir og Kjartan
Óskar Guðmundsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Þökkum frábærar
viðtökur á Van Gogh
olíulitunum og
Amsterdam
akryllitunum, sem
seldust nánast upp.
Ný sending með fullt af
nýjungum komin í sölu.
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Ný sending af
Kolibri penslum
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
Vorum aðtaka innfullan gám afSara&Almastrigum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195