Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 84
BÆKUR Eftir að foreldrar Matthíasar skildu í kjölfar þess að yngsta barn þeirra lést var Matthíasi og Ómari bróður hans komið fyrir hjá ömmu sinni og afa. Móðir þeirra flutti í litla kjall- araíbúð. Mamma hafði prófað að taka okk- ur til sín á Kleppsveginn, í þá litlu og þröngu kjallaraholu sem hún var byrjuð að leigja með einhverjum Ameríkumanni sem hún var að slá sér upp með. Sá átti að hafa verið ágætur félagi pabba, svo mjög reyndar að pabbi hafði boðið honum heim til mömmu í mat einhvern dag- inn – og svo stakk félaginn bara si- sona undan honum eins og það er víst kallað. Sá útlenski er svo strangur að við bræðurnir megum ekki einu sinni prófa hjól sem við finnum í næsta húsi án þess að allt verði vitlaust. Hann rífur okkur upp á hnakka- drambinu og hendir okkur undir kalda sturtu áður en hann treður heilu sápustykki upp í okkur báða. Við erum í straffi í mánuð. Það má ekki minna vera. Stuttu seinna er mér sagt að pabbi hafi frétt af þessu, drukkið sig ótæpilega fullan og komið alveg trítilóður inn á heimilið og slegið Kanann í gólfið. Sá hafi nú fengið að finna fyrir íslenska hnefanum. En svo hafi ameríski hrammurinn svar- að þessari óvæntu árás af öllu afli og rotað pabba á sekúndu. Og hann hafi verið að reyna að staulast á fætur, sauðmeinlaus maðurinn, þegar lögg- an kom á stökki niður í kjallarann til okkar og keyrði pabba í gólfið áður en hún steig heldur hranalega ofan á magann á honum svo ælan flóði út úr kjaftinum á mínum manni svo mín- útum skipti. Við bræðurnir vorum þögulir næstu daga. Við söknuðum ömmu. Það var eins og mamma væri ekki lengur hjá okkur þótt hún byggi um stund í sömu litlu íbúðinni og við. Við skildum hana ekki lengur. Hún tal- aði bara ensku út í eitt – og gat held- ur ekki slitið sig úr örmum þessa þrekna og stríðhærða manns sem hafði verið hermaður vestur í heima- landinu sínu áður en hann var send- ur alla leið til Íslands til að lengja flugbrautirnar á Miðnesheiði af því stríðin öll í heiminum voru við það að kólna. Okkur stendur eiginlega ógn af þessum karli. Okkur finnst við vera fyrir. Og það sem öllu verra er; okk- ur finnst mamma vera í vitlausu liði. Hún er meira að segja hætt að spila fyrir okkur á gítar. Það er af þessum sökum sem við kippum okkur ekki mikið upp við það þótt einn daginn komi löggan aftur inn í íbúðina og fari með okkur bræðurna báða út í bíl. En þetta er samt skrýtin stund og svolítið snúin. Það er eins og mamma komi sér hjá því að kveðja okkur; hún stendur í skugganum af þessum stóra manni sem okkur finnst hún hafa valið fram yfir okkur. Það síðasta sem við mun- um áður en við höldum upp allar kjallaratröppurnar með þessum tveimur góðlegu löggum er sviplaust andlit hennar sem hverfur inn í breiðan faðminn á nýjum verndara sínum. Þegar æskuárunum lauk flutti Matthías til Bandaríkjanna þar sem móðir hans bjó ásamt eiginmanni sínum, Carl. Hann dvaldi þó ekki lengi hjá þeim, óþreyjan og æv- intýralöngunin var of mikil. Á tíma- bili vann Matthías á skíðahóteli. Svo gerist það að bossinn minn segir að það vanti næturvörð í skíða- hótelinu The Lodge at Vail sem er í eigu Broadmoore-keðjunnar í efri hlíðum Klettafjalla og hvort the iceman vilji ekki bara slá til. Hann þarf ekki að segja mér það tvisvar. Mér finnst ég vera á toppi tilver- unnar í ríflega tíu þúsund feta hæð yfir söltum sjónum, enda sef ég að mestu leyti á nóttunni af því það er eiginlega ekkert að gera í nætur- þjónustunni nema ef vera kynni að fást um sífellt og margendurtekið ónæðið úr einni þeirra 100 hótel- svítna sem þessi ríkmannlega búni skíðaskáli státar af. Hún á víst að heita öldruð söng- og leikkona sem þar heldur sig stór- an hluta úr ári og gott ef nafnið hennar hljómar ekki kunnuglega í eyrum mér; Marlene Dietrich er klárlega ekkert þorpsbúanafn og hæfir auðvitað bara sögufrægum prímadonnum sem geta litið jafn stórt á sig og við hin þurfum að bugta okkur djúpt fyrir þeim. Hún kvað hafa sungið um Lili Marleen út í það óendanlega og hrif- ið alla heimsins hermenn upp úr skónum í seinna stríði, en nú er hún varla svipur hjá sjón, blessunin, komin fast að sjötugu og getur ekki sofið á nóttinni út af einhverjum inn- antökum; hvort ég geti ekki blandað sér eitthvert almennilega róandi te svo hún geti látið sér líða í brjóst, spyr hún mig jafnan hálfómöguleg í risastóru rúmi sínu, ekki fjarri því að vera svolítið sveskjuleg í framan, en vel að merkja, ég sé hana aldrei öðruvísi en ómálaða og ótilhafða svo allri sanngirni sé til haga haldið. Helstur starfi minn þarna upp frá er sumsé sá að svæfa Marlene Diet- rich, en þess utan get ég sofið í friði alla nóttina og skíðað út um allt þetta himnaríki á daginn og safnað þar nægilega mikilli brúnku á trýni mitt og múla svo allar yngri kon- urnar á staðnum hafi að minnsta kosti einhvern snefil af áhuga á mér. Og það er nóg af fallegum konum þarna allt um kring þótt því fari raunar fjarri að þær séu allar á hæl- unum á Mister Matt Bergsson. Helstur vina minna uppi í brekk- unum er Mitch Froliker sem fær að vera þarna í flottustu skíðabrekkum Bandaríkjanna eins og honum sýnist af því að pabbi hans er svo efnaður, enda útgefandi Santa Barbara Tim- es suður í Kaliforníu, margfrægur milljóneri og innsti koppur í búri fræga fólksins í öllu því heljarinnar plássi. Það fer auðvitað svo að Mitch tek- ur mig með sér til gullna fylkisins þegar hallar fram á vorið 1969 og við fáum að gista hjá frænda hans sem er agent fyrir allar helstu rokk- stjörnur á þessum tíma eins og Jimi Hendrix og Janis Joplin sem eiga nú raunar ekki langt eftir ólifað, dáin bæði úr fíkn sinni í september og október að ári. En þarna er líka ólík- indatólið Alice Cooper fastagestur, sá fagurlega skreytti myrkrasöngv- ari og ekki ónýtt fyrir saltan sjóara ofan af Íslandi að drekka með hon- um eins og einn og einn öllara áður en kallað er til veislu úti í risastórum garði sem umlykur þessa höll í hlíð- um Beverly Hills. Annars erum við Mitch að keyra þetta um endilanga vesturströndina eins og okkur lystir í silfraða blæju- bílnum hans af betri sortinni af Ford Mustang Fastback 68, nánast nýjum úr kassanum og það má geta sér þess til hvað tekið er hressilega und- ir í laginu þeirra Mamas og Papas um Kaliforníudrauminn í bílnum þegar við svífum yfir hæðina í átt að San Francisco um skemmtilega hlykkjóttan Highway nr. 1. Frá munaðarleysi til Víetnams Í Munaðarleysingjanum segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sögu Matt- híasar Bergssonar, allt frá dvöl á munaðarleys- ingjaheimili í Reykjavík á sjötta áratugnum til hörkulegrar herþjálfun- ar fyrir stríðið í Víet- nam og daglegs lífs í glæpahverfi í miðríkjum Bandaríkjanna. Á krabbaveiðum Matthías Bergsson hefur fengist við margt á lífsleiðinni sem greint er frá í Munaðarleysingjanum. Með skrásetjaranum Sigmundur Ernir Rúnarsson ásamt Matthíasi. Á toppi tilverunnar „Mister Matt Bergsson“ spilar á gítarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.